28.09.2008 01:01

Útsvar

Daginn
Núna þessa stundina er ég að hlusta á Útsvar í sjónvarpinu. Það hefur verið það mikið að gera að ég hef ekki fundið mér tíma til að blogga en núna ætla ég að skrifa einhvað. Var í Reykjavík í gær á fundi hjá LHH og síðan hjá HTR og á mánudag verð ég á fundi með FOSVEST á Ísafirði. September og október eru þeir mánuðir sem alltaf eru fundir en rólegra hina mánuðina. Á fimmtudagskvöldið tók ég þátt í að kynna Frumgreinanám við Háskóla Vestfjarðar á Ísafirði það komu mun fleiri en gert var ráð fyrir. Hitti Halldór Pál í Reykjavík hann sagði mér að Valli ætlaði að senda hann austur á Seyðisfjörð í ca 10 daga að vinna við virkjun. Það er búið að vera leiðinda veður undanfarna daga rigning og rok. Ég og Bía ætlum að heimsækja beikonhjónin á miðvikudaginn, ætli við fáum ekki humar eða lunda að borða hjá þeim. Það er allt gott að frétta bæði norðan úr Bjarnarfirði og frá Danmörku. Heyrði aðeins í Nínu áðan en hún lætur vel af sér er að vinna á tveim stöðum sem eru heimili fatlaða einstaklinga annað ríkisrekið en hitt einkarekið er að fá þúsund danskar fyrir vaktina hjá því einkarekna nokkuð gott, Hlynur og Arnar voru í næsta þorpi í heimsókn og ætluðu að hjálpa við að setja upp eldhúsvask. Bía hefur ekki sofið heima undanfarna daga en kom um hádegið til að ná sér í hrein föt og fór fljótlega aftur, en sagðist koma aftur á morgun og elda kvöldmatinn, en þetta er nú allt í góðu hjá henni bara mikið að gera í vinnunni. Ég er á vakt á sjúkrabílnum í dag, það eru rollueltingarleikar hjá hinum. Veit nú ekki hvað ég á að segja ykkur meira. Bless
Flettingar í dag: 83
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 813
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 227495
Samtals gestir: 29410
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 23:42:30