Færslur: 2007 Júní

24.06.2007 22:13

Jónsmessan

Það er búið að vera gott veður síðustu daga t.d. í dag upp í 18 stiga hita en sólarlaust, fór í gærkveldi að horfa á miðnætursólina og sólina koma aftu í ljós undan Kaldbakshorninu, var upp á Ennishálsi, nennti nú ekki norður en ef farið er norður á Reykjaneshyrnu þá sést sólin allan tímann. Fór Drangsneshringinn í dag, tók þá eftir að við Bassastaði er merki um 50 km. hámarkshraða síðan er skilti þegar komið er að Drangsnesi þá er komin 35 km. hámarkshraði, en þegar komið er út fyrir Drangsnes, þá er merki um að þéttbýli sé lokið þannig að eftir það er leyfður 80 km. hámarkshraði á mölinni, en ef þu ferð yfir háls þá er 50 km hámarkshraði það sem eftir er norður, Baldur Steinn var að veiða í Bjarnarfjarðará ásamt fleyrum, hann fékk væna bleikju 1 og 1/2 pund silfruð á litinn, það komu þrjár bleikjur úr ánni á gær.

18.06.2007 23:33

60 ársþing HSS er afstaðið

60 Ársþing HSS byrjaði á Sævangi kl 18:00 og var lokið um 21:15. Það var góð mæting og hefðbundin þingstörf gengu vel, ég gaf ekki kost á mér lengur í stjórn og var því vel tekið. Nýja stjórn skipa Jóhanna Ása Einarsdóttir formaður, og aðrir í stjórn eru Aðalbjörg Óskarsdóttir, Rósmundur Númason, Ólafur Skúli Björgvinsson og Bjarnheiður Fossdal. Það er búið að vera mjög gott veður í dag og kvöld. Ég hef mest verði í að ganga frá reikningum HSS í dag til að leggja þá fyrir þingið. Bía er á Akureyri ásmt mömmu sinni og Erlu og er nú væntanleg heim á morgun er þá búin að vera í 14 daga útlegð.

17.06.2007 00:45

Útskrift í Geirþjófsfirði

Ég fór seinnipartinn á fimmtudegi á Bíldudal með Höllu og Lóa, framundan var að verja ritgerðina Strandavíðirinn í Selárdal sem var lokaverkefni mitt hjá Grænni Skógum. Ég var með gistingu í gamla kaupfélagshúsinu ásamt nokkrum öðrum. Á föstudagsmorgun var byrjað kl 09:00 í félagsheimilinu Baldurshaga ágætis aðstaða, en ekki netsamband, það var búið um kl 15:30 að flytja allar ritgerðirnar, síða var farið með bátnum Höfrungi BA inn í Geirþjófsfjörð en þar fór útskriftin fram og boðið upp á veitingar, sumir slóu upp tjöldum og gistu en aðrir fóru heim upp úr miðnætti, siglingin tók 1 og hálfan tíma. Í Geirþjófsfirði skoðuðum við fylgsnið hans Gísla Súrssonar og klettinn Einhamar en þar var bardagi mikill og lét Gísli þar lífið en stökk fram af Einhamri þá með yðrin úti, helt hann á sverði sínu og hjó mann í herðar niður að beltisstað og lá ofan á honum örendur. Valdimar fór með úrdrátt úr sögu Gísla, en ég lék í myndinni sem gerð var um sögu Gísla. Þessi út skriftarferð heppnaðist mjög vel, en það gátu því miður ekki allir komið í þessa ferð. Það eru myndir í myndaalbúminu sem skýra að hluta það sem fram fór.



08.06.2007 21:34

Daginn

Veðrið er búið að vera gott í dag, fór í gufu og pottinn kl. 19:30 það voru 2 börn og þrír fullornir fyrir utan mig, enda margir að heiman. Það gáar aðeins á fyrðinum núna og afli í dag var þolanlegur nema hjá einum bát, Ingimundur Ingimundarson er að setja upp niðjatalið, ég bað hann að breyta fæðingarstöðunum, hann virtist ekki skilja alveg að að það sem ég sendi honum ætti að standa, en það kemur nú í ljós, Bía og Nínurnar eru austur á Reyðarfirði að passa barnabörnin 5, Setti inn myndir sem ég tók í útskriftinni hjá Nínu, og einnig myndir frá Mývatni flugnasveimirnir eru áhugavert myndaefni.

05.06.2007 19:24

Ritgerð

Daginn er að ljúka við ritgerðina sem ég var að gera vegna grænni skóga. Er að finna tengil á hana.
  • 1
Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 221707
Samtals gestir: 28447
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 05:34:27