Færslur: 2011 Apríl

25.04.2011 17:37

Gleðilegt sumar

Það hefur verið vorveður hérna á Hólmavík í dag, svolítið napurt en sólin yljar.
Núna er ég með 3 myndir sem ég veit ekki alveg af hverjum eru.

Þarna eru Þórunn, Þorbjörg og Ólöf amma en hinar þekki ég ekki. En Bjarni El. kannast við þær sú hægra meginn er Laufey dóttir Jóns Péturs, en sú til vinstri er sennilega kona Matthísar sem var að mála barnaskólann á Drangsnesi. Bjarni fór með þær á hestum frá Drangsnesi norður að Svanshóli "46 "47 eða "48 þær voru á leið norður í Djúpuvík, en Bjarni fór með hestana aftur yfir á Drangsnes Jón Pétur átti þá.


Þarna er greinilega húskveðja. Þekkir einhver fólkið á þessari mynd og hvern/hverja er verið að kveðja og hvar ?


Hvaða fólk er þetta og hvar er myndin tekin ? Þetta mun vera Ragna Guðmundsdóttir og Bjarni Þorbergur Jónsson. Húsið er Meyjarskemman á Drangsnesi. Torfhúsin eru fjós.


18.04.2011 23:54

Konur

Jæja fékk nú ekki mörg svör við síðustu myndum, en hvaða konur eru á þessari mynd ?

Þessi mynd er sennilega tekin í Hvammi. Þetta eru Siggurnar á Bakka.

09.04.2011 12:16

Gamli tíminn

Daginn
Það kemur fyrir að maður dettur inn í gamla tímann og fattar að maður hefur gleymt því sem sagt var við mann á yngri árum.

Hvar er þessi mynd tekinn og hvaða hús eru þetta ?

Fólkið á myndinni og hvaða hús er þetta ? Fríða, Ingimundur og sennilega Svanborg Ingimundarbörn
Húsið er gamla íbúðarhúsið á Svanshóli.

Þekkir einhver þessa menn ? Gamli skíðaskálinn í Tungudal.
  • 1
Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 221769
Samtals gestir: 28450
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 11:15:09