Færslur: 2015 Janúar

25.01.2015 16:35

Ýmislegt

Það var bilun í síðunnu sem nú er vonandi komin í lag. Þar er strekkingsvindur með rigningu núna.

Var að taka saman hvað við Bía fórum með í matvæli á árinu 2014 
Keyptum nýmjólk fyrir 10.127 krónur sem lætur nærri að sé 80 lítrar eða tæpir 7 lítrar á mánuði.
en fórum með 44 lítra af léttmjólk eða tæpa 7 lítra á mánuði sem kostuð 6.729,- yfir árið.
124 lítrar af mjólk og 60 lítrar af súrmjólk fóru á heimilinu en við borðum í vinnunni á virkum dögum.

 
Þessi mynd er tekin 1998

21.01.2015 21:57

Mynd sem ég sá í dag

Var í Búðardal og sá þessa mynd þar spurði konuna sem var þar um myndina en hún vissi ekkert um tilurð hennar.


01.01.2015 16:05

Gleðilegt nýtt ár

Óska öllum farsældar á nýu ári og þökk fyrir árið sem er liðið.Í byrjun desember vorum við Bía í sumarbústað í Kjarnaskógi það snjóaði helling.


Gísli Mar var með okkur við vorum þar í 5 daga það var ekki sofið frameftir á þessum bænum.
Þó það snjóaði nærri alla dagana þá var alltaf farið í pottinn það var hægt að nota lokið sem snjóhlíf.


Svo komu jólin Nína Matthildur kom frá Noregi, Guðbrandur Snær og Sigurður Kári eru líka hérna.


Og þarna eru nöfnurnar Sólveig María og Sólveig Hildur.


Valgeir Örn og Sigurður Kári að horfa á einhvað skemmtilegt í sjónvarpinu.


Ég fékk nú eina mynd af mér með þeim nöfnum þarna vorum við að horfa á Emil í Kattholti.


Jæja þá var það gamlárskvöld, það var nú heldur fátt hjá okkur Valli var eina barnið sem var hjá okkur á gamlárskvöld þannig að við vorum þrjú þetta kvöld í kvöldmat og það sem eftir lifði kvölds við höfum ekki verið það áður, en einhverntíman verður allt fyrst. Það var hamborgarahryggur og malt og appelsín með en við tókum okkur góðan tíma í borðhaldið.


Við fengum okkur Norskar pulsur og kex sem Hlynur og fj. gáfu okkur við nutum þessara kræsinga meðan við horfðum á skaupið sem var nú heldur innihaldslaust.Þá kom árið 2015.
Ég skaut upp 5 rakettum og kveikti í 2 tertum það er það minnsta sem ég hef skotið upp síðustu ár, en þessi reykmerki komu frá Brennuhól en ég get nú ekki lesið í þau skilaboð.
  • 1
Flettingar í dag: 16
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 409411
Samtals gestir: 62493
Tölur uppfærðar: 21.11.2018 01:30:18