Færslur: 2013 Nóvember

25.11.2013 18:35

Nóvember

Nóvember er alveg að verða búinn og það sem helst bar við á síðustu dögum að ég hef farið til Reykjavíkur tvisvar í þessum mánuði. Fór 15. nóvember og horfði á fótboltaleik á Hótel Hilton en þar var leikurinn sýndur á þremur stórum skjám og fyrsti dagur jólabjórs sem mér var boðið upp á þar í hjólböruvís þurfti ekki að leggja krónu út og þakka það góða boð. Fór síðan 21. nóvember og erindið var að sækja börnin hans Valla en hann var á námskeiði á Ísafirði. Kom heim á föstudaginn en með smá viðkomu í Reykjanesbæ stoppaði þar ca 2 tíma verslaði í Bónus og fl. Fór á Reykhóla í dag það ringdi mikið á leiðinni og öll hálka farinn kom við í Barmahlíð og þar var veisla drakk kaffi þar með heimilisfólki og gestum. Veðrið hefur verið umheypingasamt í nóvember en núna er 9° hiti og allur snjór farinn.
Það hafa einhverjir verið að spyrja eftir mynd af bragganum sem var fyrir ofan sundlaugina set hérna mynd af honum sem ég tók 1972 en þá var eldur borin að honum og restin síðan grafin á staðnum enda var farin að stafa hætta af honum bæði fok og eins gólfið orðið fúið.


Bragginn.


Þarna eru þeir Sveinn og Ólafur búnir að kasta eldspítunni.


Þarna er Jón bróðir að slá og er nú ekki viss um það hver er að gá hvort grasið fari í vagninn.

Nokkrar myndir af Odda í síðasta albúmi.

  • 1
Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 221714
Samtals gestir: 28448
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 05:56:04