Færslur: 2008 September

28.09.2008 01:01

Útsvar

Daginn
Núna þessa stundina er ég að hlusta á Útsvar í sjónvarpinu. Það hefur verið það mikið að gera að ég hef ekki fundið mér tíma til að blogga en núna ætla ég að skrifa einhvað. Var í Reykjavík í gær á fundi hjá LHH og síðan hjá HTR og á mánudag verð ég á fundi með FOSVEST á Ísafirði. September og október eru þeir mánuðir sem alltaf eru fundir en rólegra hina mánuðina. Á fimmtudagskvöldið tók ég þátt í að kynna Frumgreinanám við Háskóla Vestfjarðar á Ísafirði það komu mun fleiri en gert var ráð fyrir. Hitti Halldór Pál í Reykjavík hann sagði mér að Valli ætlaði að senda hann austur á Seyðisfjörð í ca 10 daga að vinna við virkjun. Það er búið að vera leiðinda veður undanfarna daga rigning og rok. Ég og Bía ætlum að heimsækja beikonhjónin á miðvikudaginn, ætli við fáum ekki humar eða lunda að borða hjá þeim. Það er allt gott að frétta bæði norðan úr Bjarnarfirði og frá Danmörku. Heyrði aðeins í Nínu áðan en hún lætur vel af sér er að vinna á tveim stöðum sem eru heimili fatlaða einstaklinga annað ríkisrekið en hitt einkarekið er að fá þúsund danskar fyrir vaktina hjá því einkarekna nokkuð gott, Hlynur og Arnar voru í næsta þorpi í heimsókn og ætluðu að hjálpa við að setja upp eldhúsvask. Bía hefur ekki sofið heima undanfarna daga en kom um hádegið til að ná sér í hrein föt og fór fljótlega aftur, en sagðist koma aftur á morgun og elda kvöldmatinn, en þetta er nú allt í góðu hjá henni bara mikið að gera í vinnunni. Ég er á vakt á sjúkrabílnum í dag, það eru rollueltingarleikar hjá hinum. Veit nú ekki hvað ég á að segja ykkur meira. Bless

09.09.2008 21:11

Gott veður það sem komið er af haustinu

Fór til Reykjavíkur á sunnudaginn með viðkomu í Svignaskarði í sumarbústað hjá Helgu og Hadda stoppaði nokkuð lengi hjá þeim borðaði og fékk rauðvín með matnum, Bía var bílstjóri í þessari ferð en ég var að fara í mína árlegu skoðun hjá hjartalækninum hann gaf mér góða einkunn og vildi að ég kæmi aftur að ári. Var einhvað að tala um að ég mætti hreyfa mig meira skaðaði ekki að missa nokkur kíló en svosem gott að vera vel undirbúinn undir hörðu árin. Annars er ekki verkefnaskortur hjá mér þessa dagana en er með stöng í Bjarnarfjarðará á fimmtudag  og er að spá í að nota það ef ekki verður mikil rigning. Hef bara farið einn dag að veiða það sem af er árinu. Það fer nú bráðum að koma að því að ég hendi nokkrum myndum inn. Kveðja JBA

  • 1
Flettingar í dag: 16
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 409411
Samtals gestir: 62493
Tölur uppfærðar: 21.11.2018 01:30:18