Færslur: 2007 Desember

30.12.2007 15:34

Rok í dag

Daginn það er hvassveður búið að vera í dag fór samt út og tók nokkrar myndir sem ég er búinn koma á netið í albúm annars allt gott ekki fokið neitt sem ég veit um

24.12.2007 23:59

Gleðileg jól

Óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, megi gleði og hamingja fylgja ykkur.

Hér eru hvít jól og Valli, Alla, Sigurður Kári og Sólveig María eru hjá okkur og verða yfir áramótin. Að venju var borðuð purusteik en hamborgarahryggur var líka á borðum. Sigurður Kári sá um að afhenda pakkana eftir að Nína Matthildur hafði lesið á gjafamiðana, annað fór fram að hefðbundnum hætti. Hlustað á jólamessu í útvarpi og s.v. fr.

02.12.2007 22:14

Norðan 14 - 15 metrar í dag

Daginn
Það er búið að vera norðan 14 til 15 metrar í dag og kom með snjókomu í kvöld. Bía er þessa stundina í kennslu og ég því einn heima eins og er. Við kveiktum á kerti í gær til að minnast Kristins Veigars og vottum öllum aðstaðendum samúðar. Ég setti inn myndir frá Skarðsréttum 2007 í dag en er ekki búinn að fara yfir þær kannski þarf ég að kippa einhverjum út, það er allt gott að frétta af Hlyni og fjölskyldu í danaveldi. Ég hef verið inni í dag og unnið í þvottahúsinu á samt því að taka til niðri hjá mér henda gömlum bókhaldamöppum og fl. Ég er með þrjá 15" túpuskjái sem eru í góðu lagi ef einhver vill svona skjái  þá er bara að  hafa samband  áður en ég hendi þeim. Annað gengur sinn vanagang var að bóna gólf upp á sjúkrahúsi í gær plataði Bíu með mér í það tókum einn gang. Mamma hefur það ágætt heilsan bara góð hjá henni núna, talaði við hana áðan. Ég á nú eftir að fara tvisvar til Reykjavíkur í desember, var búin að tala við Lóa um að fá lánaða kerruna hjá honum þegar ég færi, en hann er í Reykjavík núna. Ég reyni að setja fleiri myndir inn bráðlega.
  • 1
Flettingar í dag: 112
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 221776
Samtals gestir: 28450
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 11:50:35