Færslur: 2008 Mars

13.03.2008 23:57

Í norðurátt

Var vestur á Ísafirði fór á þriðjudag og kom heim í kvöld, þar var milt veður með smá snjókomu og lágarenningi, fór í kirkjugarðinn á miðvikudagsmorgun og það var búið að riðja gangstíginn þar sem gröfin hans Unnars er, stoppaði við leiðið hans og Eiríks og dvaldi þar smá stund. Kom síðan aftur að leiðinu þeirra í morgun og þá var búið að moka snjóinn ofan af þeim en það var um hálfur metri að þykkt, þar dvaldi ég smá stund og fór síðan í Friðarsetrið að Holti komin þangað fyrir 10 var það á fundi til 12 þaðan fór ég til Ísafjarðar og gekk frá skjölum varðandi dánarbúið. Kom síðan við í kirkjugarðinum og setti eina rauða rós á leiðið hans Unnars og kerti, það var búið að setja rauðar rósir og kerti á leiði þeirra félaga. En núna er ár síðan þeir félagar þurftu að láta í lægra haldi fyrir æðri máttarvöldum, blessuð sé minning þeirra og er þeirra sárt saknað.  Engin dauði án lífs og ekkert líf án dauða. Það verðum við að sætta okkur við sem eftir lifum.

09.03.2008 23:07

Allt í góðu er það ekki ?

Var að klára að setja myndirnar inn sem ég tók í Rússlandsferðinni 2006 allavega þær myndir sem eru birtingarhæfar, áhugaverðar þær myndir úr kirkjugarðinum en öðru megin eru grafir þeirra frægu og þekktu það eru fyrri myndirnar en myndirnar sem koma á eftir máfinum eru úr þeim hluta sem hinir ófrægu eru en hann er ekki síðri í hugmyndum um grafir sumar jafnvel með styttum af viðkomandi ofan á kistulokinu. Það var nú meiningin að setja texta með myndunum en það verður að bíða um sinn, eru bara ekki með nógu margar klukkustundir í deginum hjá mér núna því ég reyni að fá eðlilega svefn Ársreikningarnir fyrir stofnunina hjá mér eru að verða tilbúnir og þá léttist aðeins vinnunni en eflaust tekur annað við. En vil taka það fram vegna fréttar um sameiningu heilbrigðisstofnana að stofnunin hjá mér er ekki þar inni núna í þessari umferð. Það er allt gott að frétta af mínu fólki þó svo að sitt lítið af hverju sé í gangi. Nína hefur það gott í Danmörku og Hlynur og Arnar standa sig einig vel í Danmörku. Íris og Sunna komu til landsins á síðasta þriðjudag og sótti Bía þær mægður á flugvöllinn. Halldór Páll snaraðist út á þriðjudag til að skoða námsframboð í dönskum háskólum en kom til baka á föstudaginn með áhugaverðar upplýsingar um nám þar. Ekki gekk mér nú vel í prófinu á laugardaginn en það gengur bara betur næst en fer væntanlega á Ísafjörð á þriðjudag og tek tíma í skólanum á miðvikudaginn það verður að róa kennarana niður það er ekki þeim að kenna, sennilega er ég bara svona tregur núna en vona að það lagist með hækkandi sól.
  • 1
Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 221735
Samtals gestir: 28449
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 07:15:14