Færslur: 2014 Október

08.10.2014 12:51

Ótitlað

Daginn
Það er langt síðan ég hef skrifað en er að hugsa um að bæta úr því næstu daga. Sumarið er búið að vera gott og haustið líka. Í byrjum sumars fórum við Bía ásamt Gísla Mar til Spánar þann 26. júni og þangað komu frá Álaborg Halldór Páll, Linda Hrönn og Hera Sóley aðfaranótt 27. júni og síðan komu Nína Matthildur og Bylgja þann 28. júni við vorum í íbúð sem við legðum af spánarfrí.is en það voru heiðurshjón fyrir austan fjall sem áttu íbúðina þarna var gott að vera, við fórum svo heim á sitt hvoru tímanum Nína og Bylgja fóru þann 9. júli en Halldór og fjölskylda fóru aðfaranótt 12. júní en við Bía áttum flug um hádegið og flugum til Gatwick flugvallar í Englandi. Nánar um það síðar.


Þarna eru Gísli Mar og Hera Sóley mætt til að skoða sundlaugina þau náðu nú ekkert að sofa fyrstu nóttina en klukkan á myndinni er 2 tímum of sein er á íslenskum tíma.


  • 1
Flettingar í dag: 16
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 409411
Samtals gestir: 62493
Tölur uppfærðar: 21.11.2018 01:30:18