Færslur: 2017 Október

22.10.2017 14:57

Tíminn

Tíminn er svolítið afstæður held alltaf að ég hafi meiri tíma til að gera hitt og þetta en dagurinn er bara búinn áður en maður veit af. Ég fór í Skarðsrétt og tók nokkrar myndir þær eru í myndaalbúmi réttir 2017

Þar var rauðklætt fólk Heiðrún og Ingólfur.

Einnig Haraldur Vignir og Ásdís
Þar var líka Jói og Oddný Lilja 


Þar voru líka gulu bræðurnir Óskar og Óli.


Gísli Mar stóð sig vel í að draga fé í Odda dilkinn 

Þarna eru Oddný Lilja og Kolla tengdadóttir ásamt öðrum réttargestum.


Við Bía og Valli skruppum til Noregs í eftir réttirnar í endaðan september að heimsækja Hlyn, Sóley, Ísabelli og Lovísu Ósk. Valli hélt upp á 40 ára afmælið þar. Þau komu frá Danmörku Nína og Sören með börnin þann 28/9 og fóru til baka 1/10 við Bía fórum þá líka til Danmerkur.
Það var margt á skoða í Árnesi hjá þeim Hlyn og Sóley en þau búa að vestanverður við ána Glommu það er 10 mínútna gangur í miðbæinn hjá þeim. Ég fór í sundlaugina þar en hún er nýbyggð og er vel hönnuð en engin heitur pottur en gott gufubað og stór nuddlaug. Við fórum á fótboltaleig þar sem Ísabella spilaði, skoðuðum hesthús í leiðinni. Fórum í Osló skoðuðum þar styttugarðin og götuna sem kennd er við Ólafíu en fundum ekki stittuna af henni svo við Bía verðum að fara þangað aftur.

 Þarna eru Sóley og Bía komar í hús klukkan er fimm, 


Ég skrapp aðeins í búðina en gangstéttin er ansi mjó.


Þarna á víst að koma hringtorg sennilega á næsta ári.



  • 1
Flettingar í dag: 112
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 221776
Samtals gestir: 28450
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 11:50:35