Færslur: 2013 Desember

31.12.2013 20:30

Við áramót

Núna eru við komin að áramótum eina ferðina enn árið hefur liðið alltof fljótt að mínu mati en sumir hafa beðið lengi eftir því að það megi sprengja flugelda. Það hefur ýmislegt gerst á þessu ári sem vert er að minnast á og gleðjast yfir nú síðast þegar Hlynur og Sóley eignuðust stúlku þann 28 desember og var hún 15 merkur og 52 sentimetrar á fæddist á sjúkrahúsinu á Akranesi. Nína kom heim um hátíðirnar og Gísli Mar kom um áramótin en Halldór, Linda og Hera Sóley voru heima hjá sér í Álaborg. Við krakkarnir fórum á brennu og sáum flugeldasýninguna hún var flott.

Við óskum ykkur farsældar á komandi ári með þökk fyrir stundirnar á árinu sem er að líða.05.12.2013 17:44

Fyrsta vika desember

Það sem er komið af þessari viku hefur verið ágætt síðustu daga kalt frost farið í 12° á C en ef maður er í bol og síðum þá finnur maður ekki fyrir kuldanum nema Bíu var svoldið kalt heima en ég lækkaði á ofnunum því ég var svo mikið klæddur en hún er ekki eins heitfengin í dag og hún var á sínum yngri árum. 
Var að skanna nokkrar gamlar myndir inn sem tengdafaðir minn sálugi hafði tekið af börnunum og fl.

Þarna erum við Hlynur Þór að borða í eldhúsinu á Sogavegi sennilega verið upphafið að stækkun okkar Hlyns ég á þverveginn en Hlynur á hæðina.

Þarna er Bía við Hraunfossa 

Þarna er hún í sumarbústaðnum ásamt Hildi Nönnu á þessum árum var blái liturinn alsráðandi enda tengdapabbi harður sjálfstæðismaður sem hefur smitast snemma í börnin.

Þarna eru ferðafélagarnir Guðmundur Haukur og Magna en við fórum ferð saman í Borgarfjörðinn í haust.

Þessir sáu um farastjórnina Guðjón Brjánsson og Snorri Jóhannesson sem sagði okkur frá lífinu í sveitinni.

Lói er búinn að smíða gluggana í Kaldrananeskirkju og glerja þá. Eftir að mála eina umferð þá eru þeir tilbúnir til ísetningar.

Þessi skrif verða að duga núna enda úr einu í annað en nokkrar nýjar myndir í myndaalbúmum.
 

  • 1
Flettingar í dag: 16
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 409411
Samtals gestir: 62493
Tölur uppfærðar: 21.11.2018 01:30:18