17.04.2018 09:35

Þriðjudagur

Það er núna norðaustan átt með rigningu snjórinn víkur fyrir vorinu. Í gær var stafalogn og sæmilegur vorhiti. 


Spegilsléttur Steingrímsfjörður svona er veðrið búið að vera síðustu daga.


Þessi mynd er frá því að við fórum á Akureyri síðasta sumar frá vinstri er Erla, Bía Nína tengdamamma og Loftur Hafliðason sambýlismaður Nínu en þennan dag hélt hún upp á 80. árin


Sjávarréttakvöld Lionsklúbbsins á Hólmavík var haldið föstudaginn 13. apríl og það mættu 68 manns og í dyrunum stendur Steini skreytingarmeistari


Þennan vin minn hann Árna hitti ég þegar ég var að koma frá Akranesi í mars mánuði en eins og flestir vita þá eru fjórar bensínstöðvar í og við Borgarnes þarna er Árni rétt kominn yfir Borgarfjarðarbrúna á leið suður varða að hringja í Olís í Borgarnesi og fá sendan bensínbrúsa en þess má geta að það eru tveir bensíntankar í þessum bíl. Hver er lærdómurinn ? Hann er sá að betra er að tanka oftar en sjaldnar.

  • 1
Flettingar í dag: 42
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 372610
Samtals gestir: 59290
Tölur uppfærðar: 20.5.2018 13:07:44