Færslur: 2016 Janúar

01.01.2016 14:23

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Áramótin voru hefðbundin á mínu heimili unga fólkið fór á brennu og það gamla var heima að hugsa um matinn, þó svo að það hefi verið gert allan daginn, smurðar snittur steiktur kjúklingur og hamborgarahryggur það voru 12 í kvöldmat og allir ánægðir með matinn. Síðan var flugeldunum skipt á milli barna og fullorna, horft á skaupið síðan skotið upp flugeldum. Það tók smá tíma enda þurfti að horfa á hvern og einn flugeld. Það reyndi mest á Hlyn og Bíu á þeim vettvangi.


Morgunroðinn er oft fallegur hérna á HólmavíkÞað slær bleikum blæ á snjóinnGísli Mar að ferðbúast heim eftir jólin fékk bakpoka
sem við fundum niðri í kjallara til að hafa jólagjafirnar í.


Þarna eru vinkonurnar mættar Ísabella, Sunna og Brynhildur


Lovísa Ósk var hrifin af húsinu sem ég smíðaði


Sunna hélt smá afmælispartý.


Ég prufaði nálastungu á árinu í fyrsta sinn.


Lofvísa var að skoða youtube 


Þá var það áramóta kvöldverðurinn.


Og síðan kvöddum við árið 2015. Guðbrandur Snær 
stóð sig vel í handblysunum.


  • 1
Flettingar í dag: 86
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 1083
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 357233
Samtals gestir: 57488
Tölur uppfærðar: 24.2.2018 07:35:25