Færslur: 2016 Maí

20.05.2016 16:34

Ýmislegt í byrjun maí

Ég fór í augnaðgerð þann 17 maí.

og á bara að hvílast næstu daga.
08.05.2016 15:41

Ótitlað

Þá er kominn 8 maí og ekki hef ég staðið mig í því að koma með einhvað á síðuna mína en bæti aðeins úr því núna. Veðrið hefur verið hendur leiðinlegt kalt og snjókoma af og til en það horfir nú til batnaðar. 


Nína Matthildur á von á tvíburum í október.


Fórum í fermingarveislu hjá Ævari Helga


Arngrímur, Arnór, Ævar Helgi, Mundi og Þorbjörg Ég fékk blæðingu inn á vinstri augnbotn og í framhaldinu sjónhimmnulos sem ég fer í aðgerð út af 9 maí sé nú ekki mikið með auganu en það lagast vonandi eftir aðgerðina.Gísli kom til okkar síðast vetrardag en þá vorum við á leið til Reykjavíkur og tókum hann í Staðarskála en þessi mynd er tekinn í Humarhúsinu á Stokkseyri á sumardaginn fyrsta.


Við komum líka við í Hveragerði 


Þar vaxa bananar og apinn passar upp á þá 


Steini tók á móti nýjum bíl þann 22 apríl er við vorum að fara á Lionsþingið í Mosfellsbæ.


Hólmavík á björtum degi

  • 1
Flettingar í dag: 16
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 409411
Samtals gestir: 62493
Tölur uppfærðar: 21.11.2018 01:30:18