Færslur: 2012 Ágúst

12.08.2012 13:58

Daginn

Já það hefur ringt í nótt og morgun. Vaknaði snemma til að horfa á maraþonhlaupið. Setti inn nokkrar myndir frá Verslunarmannahelgini en þá fórum við Bía með þeim Erlu og Tryggva vestur á Ísafjörð og þaðan í Bolungarvík og upp á Bolafjall en þar var þoka og einnig í Skálavík en þar var mikil umferð og heyannir á fullu. Einhver þreyta var í fólkinu er heim var komið.


Þarna er verið að spjalla saman í sólinni.


Tryggvi sá um drykkjarföng.


Og kom með humar og þetta græna.


Þær systur deildu sama steininum.


Nestisstopp á heimleiðinni þetta var 14 tíma ferðalag, þarna eru Erla og Tryggvi að mæla út hvað langt sé að fara fyrir Mjóafjörðin. Ágiskunin var 30 km.

  • 1
Flettingar í dag: 16
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 409411
Samtals gestir: 62493
Tölur uppfærðar: 21.11.2018 01:30:18