Færslur: 2013 Mars

07.03.2013 19:22

Byrjun mars

Jæja febrúar var ekki með að þessu sinni en bætum úr því. Það hefur verið mjög gott veður undanfarið en svo kom bylur 6.mars og bætti við snjó. Svellin voru að mestu farin en varla hefur verið göngufært nema á mannbroddum. Skrapp á Egilstaði í endaðan febrúar og það var sumarfæri heimsótti Erlu og Boga og báðu þau fyrir bestu kveðjur til ykkar. Fór í mína árlegu skoðun til hjartalæknisins og gaf hann mér grænt ljós á minn lífstíl en spurði hvort ég hefði séð myndina um manninn sem hjólaði á fullu í 20 sek 7 daga vikunar ég játti því og þá sagði hann að það væri betra hjá mér að fara rólega í 20 mín á dag því hreyfingin væri fín. Þurfti nú að labba heim úr vinnunni í gær því ekki var fært fyrir ofan heilsugæsluna og þegar ég kom í morgun þá var bílinn lokaður inni. Ég setti smá myndband af veðrinu í gær undir myndbönd. Ætlaði suður á Reykjanes í dag en það varð nú ekki af því.


Það var svell í þessa átt.


og líka í hina áttina.


Skrapp eftir hádegi í Búðardal á öskudaginn þessar ungu stúlkur tóku lagið fyrir Sigrúnu.


Guðbrandur Snær bauð í skrautlega snúða en hann var nýorðin 4 ára.


Við Bía áttum gjafabréf í humarmáltíð á Sjávargrillinu Skólavörðustíg taldi rétt að borða fisk áður en ég færi í heimsókn til hjartalækninins.


Þessi mynd sýnir bylin í gær var mest allan daginn svona.


Rétt sá í bílinn minn fyrir utan hjá Önnu og Hannesi þegar ég ætlaði að skjótast á honum suður í morgun.

Ninni var búinn að taka það mesta af götunni en kom seinna og tók frá bílnum hélt að bílinn myndi ekki lokast inni á planinu hjá Hannesi en sé að það er ekki gott að stelast til að leggja í bílastæðið hjá honum þegar hann bregður sér af bæ.

Síðan er hérna ein mynd af Ólafi ST hann er alltaf á sitt hvorri hliðinni.

  • 1
Flettingar í dag: 75
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 409470
Samtals gestir: 62493
Tölur uppfærðar: 21.11.2018 02:03:47