Færslur: 2007 Nóvember

04.11.2007 12:29

Söndagen e.alla helg.d

Daginn
Hlustaði nú á biskupinn með öðru eyranu í morgun. Það var ekkert rjúpnaveður í morgun vestan rok og rigning með slydduéljum. Ég fór í Skagafjörðinn í gær heimsótti Halla og frú á Enni  í Viðvíkursveit stoppaði það í rúmma klukkustund fór síðan heim aftur það var rok og rigning hluta af leiðinni. Skrapp norður í Odda í gærkveldi mamma var með svið í kvöldmatinn, Það hefur verið mikið um rjúpnaskyttur, en lítil veiði. Ég er búinn að fara einusinni og sá bara nokkur för en enga rjúpu enda hefur lítil veiði verið á þessum fyrstu dögum. Fer til Reykjavíkur í dag og kem heim á þriðjudagskvöld, en þarf að ljúka nokkrum verkefnum áður en ég fer. Nína og Gísli Mar komu á föstudaginn, Sigurður Kári og Sólveig komu í gær. 
  • 1
Flettingar í dag: 129
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 149
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 387197
Samtals gestir: 60596
Tölur uppfærðar: 19.8.2018 13:06:09