Færslur: 2007 September

11.09.2007 09:08

Fiskur

Daginn. Í gærkveldi eldaði ég sigin silung úr Mývatnssveit og bauð doktor Páli Þorgeirs í mat en hann er vanur svona mat en þetta var í fyrsta skipti sem ég borða sigin silung og kom mér alveg á óvart hvað hann var góður og meðlætið var kartöflur og smjör, einfalt það, silunginn fékk ég hjá Ingólfi á Helluvaði. Núna er sólskyn en smá gola og gróðurinn komin með haustliti.

09.09.2007 22:34

Tíminn

Daginn oft hef ég ætlað að skrifa inn á síðuna en ekki komið mér að því þó að það sér auðvelt verk. Það hefur margt verið að gerast frá giftingu Hadda og Helgu en skrifa um það síðar, en í dag er búið að vera sæmilegt veður með rigningarskúrum, skrapp norður í Odda að spjalla við fólkið þar. skoðaði eldavélina en hún hefur víst verið í ólagi en sá ekket athugavert við hana hún virkaði alveg eftir að ég var búin að sétja hana saman, fékk 3 kg. af berjum í nesti heim og hef verið að borða þau, vandræðin í Odda eru þau að það eru engar krukkur á lausu undir berjasultu en aðalvandamálið er dráttarvélarleisið en hún er í viðgerð eftir bruna. Baldur var að taka upp kartöflur og lætur vel af uppskerunni, annars allt gott af þeim bæ. Ég fór á Aðalfund Skógræktarfélags Íslands sem haldin var á Eigilstöðum var þar ritari ásamt Friðriki Aspelund og á eftir að færa fundargerðina formlega inn í bókin en það verður fljótlega, einnig fór ég á Aðalfund Landsambands Skógareigenda og var einnig ritari þar ásamt Hallfríði Finnborgu, er  að ganga frá þeirri fundargerð en þetta eru fundargerðir upp á 12 til 15 blaðsíður. Hef ekkert sett inn af myndum núna en geri það síðar. Er að verða búinn að ganga frá girðingunni við gangstéttina en hurðin er einhvað snúin svo ég varð að skrúfa hana fasta til að reyna að rétta hana. Á Hólmavík er allt með svipuðu sniði, en ýmsu verður að fara að taka á í kauptúninu hérna, verð að ræða það næst þegar ég fer í pottinn en þar er lokað núna vegna viðgerða. Það er allt gott að frétta af fjölskyldunni sem flutti til Danmerkur eins og sjá má af þeirra heimasíðu, og ekki veit ég en að það sé allt gott af öðrum fjölskyldumeðlimum. Eitt verð ég að segja ykkur frá, það bilaði þvottavélin í sumar og urðum við hjónin að fjárfesta í annari vél það varð Mile vél fyrir valinu sögð endast í 20 ár, ég er bara ánægður með hana en það er helst að mig skorti þvott til að þvo, en það hlýtur að rætast úr því um réttirnar en þá á ég von á gestum, það verður að bjóða þeim upp á þvottaþjónustu. Nú er konan farin að tjá sig um háttatíma á þessum bæ þannig að ég verð núna að fylgja henni til hvílu. Bless í þetta sinn.
  • 1
Flettingar í dag: 16
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 409411
Samtals gestir: 62493
Tölur uppfærðar: 21.11.2018 01:30:18