Færslur: 2007 Október

17.10.2007 23:02

Tónleikar með Gumma Jóns

Það er nú það eins og  maðurinn sagði eða greyin mín sagði faðir minn oft og mörgum sinnum. við okkur bræðurnar, en ég brá undir mig betri færtinum og lagði land undir fót og labbaði á Caffé Riis og fór á tónleika með Gumma Jóns það voru innan við 50 sem sóttu tónleikana en þeir voru mjög góðir og hristi Gummi þetta vel fram úr erminni, ég átti stutt spjall við hann og bað hann fyrir kveðjur til allra sem höfðu verið samtíða honum á Reykjaskóla sem voru frá Ströndum, taldi þá nú alla upp. Ok  það er heldur rólegt yfir mínu svæði þessa stundina ég ferðast fram og til baka um landið og tel mér trú um að ég hafi aldrei tíma til að rita hérna á síðuna mína. einhverjum lofaði ég að ég myndi klára að setja inn myndir frá Rússlandi  og réttunum en það verður aðeins að bíða. Stundum segi ég við sjálfan mig að "já ég geri hitt og þetta þegar brestur á bylur og vont veður" en ég verð sennilega að breyta þeirri hugsun og taka mig til í andlitinu og setja inn þessar myndir um helgi á einhverjum sólskynsdegi hérna á Hólmavík, en það er margt sem ég hefði viljað segja ykkur frá sumrinu en það verður að bíða betri tíma, bestu kveðjur
  • 1
Flettingar í dag: 712
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 77
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 227311
Samtals gestir: 29374
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 21:28:31