Færslur: 2016 Ágúst

25.08.2016 17:37

Júní - júlí 2016

Daginn
Það var haft samband við mig og ég minntur á að það væri orðið langt síðan ég hefði ritað einhvað á síðuna, en bæti aðeins úr því núna. Fyrst er það sjónin Haraldur auglæknir er búinn að útskrifa mig aðgerðin tókst vel og nú er ég fjarsýnn á hægra auganu og nærsýnn á því vinstra en það var augað sem sjónhimnurofið varð á, ég loka bara augunum á víxl eftir því hvað ég er að gera.
Við Bía fórum til Danmerkur 25. júní að heimsækja börnin sem þar búa og Gísli Mar fór með okkur út. Halldór og Nína sóttur okkur til Billund en þaðan eru tæpir tveir tímar í akstri til Álaborgar. Við Bía héldum til hjá Nínu Matthildi og Søren en þau eru í stóru húsi og lóðin er einn og hálfur hektari.
Set inn nokkrar myndir og skrifa síðan einhverjar skýringar við þær síðar.


Søren var búinn að flagga íslenska fánanum þegar við komum.


Þarna vorum við öll saman komin í síðdegiskaffi og það voru brauðbollur sem Søren bakaði og rabbabarasulta sem Nína gerði úr rabbabaranum sem er í garðinum, þessi mynd er tekin 25/6 kl 18:43


Pabbi Sørens sér um að slá garðinn og mætti á mánudagsmorni kl 7 að slá garðinn.


Það var hellirigning og þá var bara tekinn einn hringur í Olsen.


Sniglarnir hengju á rabbabaranum.


Nína Matthildur og Søren að vökva í gróðurhúsinu þarna er klukkan orðin hálf níu að kveldi 27/6.


Sniglarnir hanga á hindiberjaplöntunni.

  • 1
Flettingar í dag: 16
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 409411
Samtals gestir: 62493
Tölur uppfærðar: 21.11.2018 01:30:18