Færslur: 2009 September

27.09.2009 22:06

Kvikmyndataka

Daginn
Í dag komu hérna nokkrir úr kvikmyndageiranum, það var Sigurður Freyr sem sá um stað og stund, en Dagur Kári sá um að stýra leikurunum, sem í þessu til felli voru Gunnar, Jói, ég og einn danskur en hann lá á bryggjunni er ég kom að hristi hann og hringdi síðan á sjúkrabíl enda virtist hann ekki með lífsmarki, það voru danskir handritshöfundar og þeir tóku einnig myndina, þetta voru nokkrar tökur en danski leikarinn var orðin hálf kaldur á því að liggja á bryggjunni og ekki bætti grjótið á bryggjunni um að liggja á því, allavega hruflaðist ég á hnjánum við að krjúpa of og mörgum sinnum niður að manninum og í eitt skiptið sem ég hringdi á sjúkrabílinn en hann beið upp við vélsmiðju og ég átti að hringja í Gunna Jóns, þá varð mér það á að hryngja í Gunna Gunn en hann er næstur í minninu hjá mér og hann skildi ekki neitt þegar ég sagði honum að leggja af stað, áttaði mig á þessu og sagði "wrong number" þá hlóu danirnir því ég varð að setja upp gleraugun til að finna númerið hjá Gunna Jóns þetta kostaði auka skot, en gaman að taka þátt og rifja upp gamla leikaratakta síðan ég lék í Útlaganum.
Læt hérna fylgja mynd það er danski leikarinn sem heldur á tökuvélinni.
Myndin af snjónum er síðan ég fór yfir Arnkötludal um tíu leytið á föstudaginn.19.09.2009 15:49

Helgin 11 til 13 sept

Daginn

Fór í smá ferðalag með nokkrum félögum um þessa helgi, fór á föstudegi frá Hólmavík yfir Þorskafjarðarheiði og vestur Barðaströnd vegurinn var heldur leiðinlegur á leiðinni í Flókalund og þar var gist 2 nætur. Á laugardagsmorgun fórum við á Látrabjarg en það eru 15 á síðan ég kom á Látrabjarg síðast, stoppað var þar dágóða stund, síðan var haldið í Keflavík þar var ég að koma í fyrsta sinn, en þar er stórbrotin náttúra og saga staðarins margbrotin. Þarna var nestið tekið upp og leiðsögumaðurinn sagði okkur allt um þennan stað, í bakaleiðinni komum við í Minjasafninu á Hnjóti, það þarf alveg tvo tíma til að skoða það, þaðan fórum við í Sauðlauksdal en það var rigningarskúr og við stoppuðum stutt þar. Þá var farið á Rauðasand en þánga hef ég ekki komið í 30 ár, vegurinn miklu betri, en þá var ég bílstjóri á rútu með Alþýðubandalag Vestfjarðar í ferðalagi. Þarna stoppuðum við við kirkjuna sem kom frá Reykhólum eftir að sú gamla fauk. Þá var farið til baka í Flókalund þar fórum við í sund áður en sest var að þriggja rétta kvöldmáltíð, kvöldið leið hratt í spjalli og gamanmálum, ekki var farið í pottinn þetta kvöld, en kvöldið áður skelltu nokkrir gestana sér í hann eftir göngu inn að vatni. Við Bía fórum síðan á sunnudagsmorgun heim lengri leiðina og komum við á Þingeyri, Flareyri, Suðureyri og fórum í Staðardal, ætluðum að borða á Ísafirði en þar var heldur fátæklegt um mat um þrjúleitið, annað hvort rétt búið að loka fyrir matsölu eða rétt óopnað, svo endirinn var að við fórum í bakaríið fengum kaffi og vínarbrauð. Fór svo í fyrsta skipti nýju brúna yfir Mjóafjörð, vorum komin heim hálf sjö um kvöldið. Vestfjarðarhringurinn búinn þetta árið

  • 1
Flettingar í dag: 75
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 409470
Samtals gestir: 62493
Tölur uppfærðar: 21.11.2018 02:03:47