Færslur: 2008 Október

11.10.2008 21:58

Vikan

Það er margt að segja núna. Við hjónin höfðum það gott í Vestmannaeyjum, fyrsta kvöldið vorum við hjá Erlu og Tryggva, þau buðu upp á humar og hvítvín i kvöldmatinn meira háttar gott. Við gistum þar um nóttina þetta er flott hús hjá þeim og er vestantil á eynni. Daginn eftir fórum við um morguninn upp á flugvöll og fórum þaðan í útsýnisferð um eyjunna á rútu með fólkinu sem var á fundininum sem ég var að fara á . Verðið var með okkur allan tíman, sól, sjókoma og rigning. hitinn frá 0 til 8° á C. Við fórum á hippatónleykanna þeir voru magnaðir, ég keypti mússu og hálsmen á nú enga mynd af mér í því en gæti eflaust fengið hana. Gleymdi að taka myndavélina með mér til eyja. Það fóru flestir heim á laugardaginn en við Bía ætluðum á Hippaballið um kvöldið og fórum því ekki heim fyrr en á sunnudag, en ekkert varð úr því að við færum á það vorum hjá Erlu. Þessi vika sem er að líða hefur verið þokkaleg, ég var búinn að selja öll mín hlutabréf, þannig að ég tapa sennilega bara séreignasparnaðinum en það þýðir ekkert að gráta það, margir tapað meira. Fór ekki suður að hitta Heilbrigðisráðherra fundinum var frestað um óáhveðin tíma. Hef heyrt í Hlyn og Nínu það er ágætis hljóð í þeim þrátt fyrir þrengingar Hlynur ætlar að halda áfram í skóla og Nína fór núna um helgina að skoða íbúð í Köben, fer kannski þangað eftir áramót. Halldór Páll er staddur austur á Reyðarfirði er að vinna tímabundið við Seyðisfjarðarvirkjun er hópstjóri þar yfir tveim verkamönnum, Valli lætur vel að sér gengur vel í skólanum og vinnur með. Jói er alltaf að kenna. Ég er á vakt á sjúkrabílnum núna og missti því af veislunni í Steinholti, en þar var reisugilll frá 16 til 19 í dag. Það voru Kaldbaksleitir í dag og heimtist vel. Ásdís Jónsdóttir kom hérna í morgun og samdis okkur að hún lánaði mér bíblíuna til að glugga í og reyna að læra af. Gott veður er búið að vera í dag held ég, svaf víst í tvo tíma þegar ég hélt að ég væri að horfa á handbolta. Fer til Rek á morgun og kem aftur á mánudagskvöld. Bless.
  • 1
Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 221740
Samtals gestir: 28449
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 07:44:53