Færslur: 2010 Júní

28.06.2010 18:02

Útilegan

Fór í smá ferðalag 16 til 20. júní. Ókum að heiman austur á Siglufjörð gistum þar eina nótt á farfuglaheimilinu, fórum eftir hádegi um Lágheiði í Ólafsfjörð stoppuðum þar góða stund, keyrðum síðan á Dalvík skoðuðum bæinn. Þaðan fórum við til Akureyrar og drukkum kaffi hjá Munda og Tobbu en þau voru á tjaldstæðinu. Um kvöldmatarleytið fundum við okkur tjaldstæði í Vaglaskógi ágætis veður þar en hitastigið fór niður í frostmark um þrjúleytið um nóttina. Ef myndirnar eru skoðaðar þá sést að Bía er á bolnum en aðrir í lopapeysum og með húfur, þegar við fórum þaðan um ellefu þann 18 þá var hitinn komin í 18° á C. Við keyrðum að Mývatni og stoppuðum í Höfða eins og sést á nokkrum myndum í 20° hita. Stoppuðum næst á Egilstöðum þá sást varla í gegnum framrúðuna fyrir flugum þvoði þær af og heldum síðan á Reyðarfjörð og þaðan firðina til Breiðdalsvíkur þar sem við gistum á Hótel Bláfelli.


Þarna erum við að elda kvöldmatinn á Gistihúsinu Hvanneyri SiglufirðiBía tjaldaði meðan ég fór og greiddi fyrir tjaldstæðið.Ég er sennilega aðeins of stór í þessa skyrtu ?


11.06.2010 22:01

Gísli Mar lærði að hjóla

Gísli Mar tók sig til og lærði alveg að hjóla í dag, þá byrjaði nú ballið, "ekki hjóla á götunni", "ekki hjóla niður á bryggju", "passaðu þig á bílunum", alltaf sagði Gísli "já ég passa mig" síðan náði ég mynd af honum hjóla niður á trébryggju, við gerðum samning að hann mætti hjóla að tankinum. Ég fór upp á sjúkrahús þá greip hann tækifærið og sagði ömmu sinni að hann ætlaði að hjóla til Sigga og sýna honum að hann væri búinn að taka hjálpardekkin af, hann tók smá hring í leiðinni upp Bröttubrekku og niður leikskólabrekkuna. Síðan er Gísli búinn að vera að skjótast út í kvöld að hjóla, en orðin svo þreyttur núna að hann og amman eru sofnuð. Setti inn 3 myndbönd.


Þarna voru mörkin við tankinnÞetta var síðasta ferðin með hjálpardekk


Þarna er verið að leggja í hann hjálpadekkjalaus.

  • 1
Flettingar í dag: 16
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 409411
Samtals gestir: 62493
Tölur uppfærðar: 21.11.2018 01:30:18