Færslur: 2007 Apríl

23.04.2007 21:06

Gleðilegt sumar

Það er ekki seinna vænna en að óska ykkur gleðilegs sumars. Hérna á Hólmavík er skítakuldi núna og norðan gjólu kaldi alskýað í tvöþúsund fetum og grár veðrabakki að sjá út í firði. Var í Reykjavík sumardaginn fyrsta og tók mig til og labbaði úr Hátúni niður Laugaveg og þaðan út á Granda að Seglagerðinni Ægi, ( fékk nú Bíu til að sækja mig þangað um kvöldmatarleitið ) Er nú búin að áhveða efnið í rtigerðina hjá mér ætla að skrifa um Strandavíðirinn í Selárdal, á um hann nokkuð efni frá fyrri árum þarf að skila þessari ritgerð 4. júní til að útskrifast um miðjan júní. Það er ekki fyrirsjáanlegt að sumarið komi hingað í þessari viku. Ég er langt komin með niðjatalið vantar örlítið upp á það þarf að fá meira aðsent efni. Það er hvass að norðan um kl 21 í Bjarnarfirði hitastigið var 3° á C  

09.04.2007 09:56

Páskar

Nú eru páskarnir að verða afstaðnir hafa verið rólegir, gott veður en hef varla farið út úr húsi. Þessi úr pottinun er ekki hægt að hafa eftir, en aðsóknin hefur aukist, t.d. margir á laugardaginn, það hefur gránað í fjöll og mjög andkalt úti núna. Ég fór með Hlyni og Írisi í gærkveldi að horfa á þið munið hann Jörund, það var nokkuð gott, en nokkrir hnökrar á sýningunni, þetta er í þriðja sinn sem ég sé þetta leikrit, Siggi Atla sýndi stórleik ásamt öllum hinum. Það var fylltur innbakaður frampartur í kvöldmat í gærkveldi ásamt miklu meðlæti, matnum voru gerð góð skil. Ég fer sennilega á Sauðárkrók á morgun eða hinn.

02.04.2007 21:31

daginn

Vinna frá morni til kvölds, fór í gufubaðið og pottinn í kvöld, heyrði þar einn góðan, það er suðvestan strekkingur en hlýtt miða við þennan árstíma, það var sæmileg aðsókn að pottinum í kvöld, kveðja.

01.04.2007 22:58

Spurningakeppni

Í kvöld fór ég að horfa á spurningakeppni hjá Sauðfjársetrinu, leikar fóru þannig að Ungmennafélagið Neisti hafði 12 stig á móti 9 stigum Heilbrigðisstofnuarinnar Hólmavík, kennarar Grunnskólanum Hólmavík höfðu 16 stig en Leikfélagið á Hólmavík 8 stig, Grunnskólinn Drangsnesi hafði 10 stig, en skrifstofa Strandabyggðar 15 stig og að lokum vann Hólmadrangur með 19 stigum  á móti Sparisjóð Strandamanna sem var með 9 stig.  Næsta keppni verður 15 apríl

01.04.2007 13:43

Á ferðinni

Fór til Reykjavíkur seinnipartinn á fimmtudag, kom aðeins við hjá Halldóri Páli og fjölskyldu. Á föstudagsmorguninn fór ég á fund um ráðningu ríkisstarfsmanna og fl. Þaðan fór ég til Reykhóla og var komin þangað rúmlega fjögur, á námskeið í Grænni Skógum, gisti í Álftalandi ágætis aðstaða þar. var komin til Hólmavíkur rúmlega sex og þá tók við sjávarréttakvöld hjá Lions, það heppnaðist mjög vel. Núna er glampandi sólskyn hiti 8 °C og suðvestan 10 metrar á sek. Sigurður Kári og Sólveig María eru í heimsókn og eru hin rólegustu.
  • 1
Flettingar í dag: 88
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 221752
Samtals gestir: 28449
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 09:00:26