Færslur: 2013 Október

26.10.2013 21:27

Þetta helst núna

Já ég viðurkenni að ég hef ekki staðið mig í að setja inn færslur hérna. Það er helst að frétta að það er alltaf mikið að gera í vinnunni og kannski minna gert heima en skildi. Í gær fór ég suður til Reykjavíkur og var við útför Ingimars Elíassonar fyrrverandi sveitunga og eina kennarans sem ég hafði í barnaskóla.
Í dag hef ég haldið mig innandyra náði í slæma kvef-pest með beinverkjum og viðeigandi líkamshita.
Í október byrjun fórum við Bía í Borgarfjörð með góðu fólki og gistum þar eina helgi. Komum við í Borgarnesi á heimleiðinni, fórum í afmælisveislu hjá Ísabellu Sigrúnu. Hef annars varla farið út fyrir vegamót í þessum mánuði nema tvisvar í Búðardal en bæti úr því og fer á Akranes á næsta miðvikudag og legg af stað að óbreyttu 6:30 til að vera kominn 9:00.
Veðrið var nú ekki eins vont og spáð var í þessum mánuði en það er komin snjór í fjöll og hálka á fjallvegi og stundum skafrenningi. Læt nokkrar myndir fylgja með.


Þarna eru þær Sólveig H. Halldórsdóttir og Dýrfinna Torfadóttir við Deildartunguhver


Það er alltaf gaman að keyra um hlaðið á Kleppjárnsreykjum en það var norskur maður sem settist þar að og hét að sögn Klepp Járn ( Hann hefur sennilega verið járnsmiður og klappað járn í smiðjunni )


Þar er oftast til jarðaber og kryddjurtir Bía splæsti í jarðaberjadós. Skemmtilegt hús.


Mynd úr Borgarnesi eftir þessum stíg gengum við Bía á Bjössaróló


Afmælistertan hjá Ísabellu Sigrúnu.
  • 1
Flettingar í dag: 16
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 409411
Samtals gestir: 62493
Tölur uppfærðar: 21.11.2018 01:30:18