Færslur: 2009 Apríl

28.04.2009 21:26

Þetta hefst með tímanum

Það er nú mikið að skrifað er. Alltaf mikið að gera hjá mér, en get oft frestað því til morguns eins og margur gerir. Var í sumarfríi á sumardaginn fyrsta og hjálpaði Halldóri Páli við að setja upp eldhúsinnréttingu, við Linda vorum í smíðinni, Halldór og Finnur í uppsetningunni og Sölvi í vatninu, rafmagnið var á allra höndum en málingin á höndum Lindu. Um kvöldið fórum við út á lífið en sumir fóru semma heim en aðrir í birtingu. En Finnur er ekki komin heim enn þá. Bía kom heim frá Danmörku um kvöldið 24 svo brún og sælleg eftir að vera í sólinni, heim komum við á laugardaginn og náðum því að kjósa rétt. Á sunnudaginn fórum við ásamt Guðmundi lækni og Guðrúnu í mat til Matta, það var súpa í forrétt, rjúpa í aðalrétt og frönsk súkkulaðikaka í eftirrétt, þetta var hvað öðru betra. Fór í Reykjavík í gær 27. apríl á jarðaför, þær fóru með mér Erna og Helga, komum heim um kvöldið. Dagurinn í dag var hefðbundinn vinna frá kl 8 til 18. Það eru myndir í albúminu.

  • 1
Flettingar í dag: 86
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 1083
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 357233
Samtals gestir: 57488
Tölur uppfærðar: 24.2.2018 07:35:25