Færslur: 2008 Janúar

07.01.2008 23:11

Helgin

Daginn

Helgin var ágæt hjá mér ég var vestur á Ísafirði í staðarlotu en það er byrjunin á Frumgreinarnámi við Háskóla Vestfjarðar á Ísafirði. Fórum þrjú héðan frá Hólmavík á laugardagsmorgun og komum heim fyrir fréttir í gærkveldi, þetta var sérstök lífreynsla að setjast á skólabekk að nýju, ég hef ekki reiknað algebru í 32 ár en það er styttra síðan ég var að reikna hornaföll, en hef góða von í stærðfræði þar sem kennarinn er skyldur mér en hann sagði það af og frá að hann tæki tillit til þess, ég var elstur af þessum sem mættu þessa helgi og verð það sennilega áfram, ég gisti á Gamla gistihúsinu sem áður var spítali, það var ágætt góður morgunmatur og þægilegt starfsfólk smá hávaði um nóttina en tók fljótt af, svaf vel en dreymdi bara blóð sennilega verið einkvað sem áður gerðist í þessu herbergi meðan þetta var spítali. Ég var að segja við Bíu að ég yrði sennilega heima um helgina því spáin er slæm, ( reiknaði nú ekki með öðru ) Það verður ágætt til að byrja á því að komast inn í þetta nám sem er 15 einingar sem ég þarf að skila. En að öðru ég hef ekki verið nógu duglegur að koma inn myndum en ætlaði að reina að klára myndirnar frá Rússlandsferðinni og fleiri þá á eftir. Kveðja.

01.01.2008 16:24

Gleðlegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár, megi hamingja og friður fylgja ykkur á nýju ári

  • 1
Flettingar í dag: 75
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 409470
Samtals gestir: 62493
Tölur uppfærðar: 21.11.2018 02:03:47