18.06.2007 23:33

60 ársþing HSS er afstaðið

60 Ársþing HSS byrjaði á Sævangi kl 18:00 og var lokið um 21:15. Það var góð mæting og hefðbundin þingstörf gengu vel, ég gaf ekki kost á mér lengur í stjórn og var því vel tekið. Nýja stjórn skipa Jóhanna Ása Einarsdóttir formaður, og aðrir í stjórn eru Aðalbjörg Óskarsdóttir, Rósmundur Númason, Ólafur Skúli Björgvinsson og Bjarnheiður Fossdal. Það er búið að vera mjög gott veður í dag og kvöld. Ég hef mest verði í að ganga frá reikningum HSS í dag til að leggja þá fyrir þingið. Bía er á Akureyri ásmt mömmu sinni og Erlu og er nú væntanleg heim á morgun er þá búin að vera í 14 daga útlegð.

Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 813
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 227427
Samtals gestir: 29387
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 02:52:44