17.06.2007 00:45

Útskrift í Geirþjófsfirði

Ég fór seinnipartinn á fimmtudegi á Bíldudal með Höllu og Lóa, framundan var að verja ritgerðina Strandavíðirinn í Selárdal sem var lokaverkefni mitt hjá Grænni Skógum. Ég var með gistingu í gamla kaupfélagshúsinu ásamt nokkrum öðrum. Á föstudagsmorgun var byrjað kl 09:00 í félagsheimilinu Baldurshaga ágætis aðstaða, en ekki netsamband, það var búið um kl 15:30 að flytja allar ritgerðirnar, síða var farið með bátnum Höfrungi BA inn í Geirþjófsfjörð en þar fór útskriftin fram og boðið upp á veitingar, sumir slóu upp tjöldum og gistu en aðrir fóru heim upp úr miðnætti, siglingin tók 1 og hálfan tíma. Í Geirþjófsfirði skoðuðum við fylgsnið hans Gísla Súrssonar og klettinn Einhamar en þar var bardagi mikill og lét Gísli þar lífið en stökk fram af Einhamri þá með yðrin úti, helt hann á sverði sínu og hjó mann í herðar niður að beltisstað og lá ofan á honum örendur. Valdimar fór með úrdrátt úr sögu Gísla, en ég lék í myndinni sem gerð var um sögu Gísla. Þessi út skriftarferð heppnaðist mjög vel, en það gátu því miður ekki allir komið í þessa ferð. Það eru myndir í myndaalbúminu sem skýra að hluta það sem fram fór.



Flettingar í dag: 80
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 813
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 227492
Samtals gestir: 29409
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 23:00:29