Færslur: 2014 Mars
06.03.2014 08:41
Mars byrjun
Já ég er marg búinn að lofa að skrifa einhvað hérna núna geri ég smá bragabót á því. Það hefur eiginlega verið norðan þræsingur síðan á áramótum með fáum sólardögum sennilega 6 en hitastigið hefur verið í kring um frostmark. En núna er vorið á leiðinni held ég Öskudagur var sólarlaus að mestu en hann á 18 bræður en það var skýað og hæglætis veður en hvít slæða yfir öllu.




Hef lítið farið í Bjarnarfjörð þó tvisvar sinnum frá áramótum en núna er fært yfir Háls og vonandi verður það meira og minna fært fram á vor.
Þann 1. mars var stúlka Sóleyjar og Hlyns skírð og fékk nafnið Lovísa Ósk og var hún skírð heima hjá foreldrum Sóleyar að viðstöddum nokkrum vottum að skírninni.


Sóley Ósk er hér að halda stutta ræðu.

Þetta var nú stutt ræða Hlynur Þór og óskírð stúlka bíða þolinmóð.

Þá er nú presturinn mættur
Núna verð ég að taka hlé á skrifunum og bæti við í kvöld eða á morgun myndum og texta.
Skrifað af JBA
- 1
Flettingar í dag: 118
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 90
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 441258
Samtals gestir: 52547
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 07:57:04