Færslur: 2012 Október

11.10.2012 11:45

11 október

Það er hið besta veður á Hólmavík núna sólskyn og hægur andvari. Um síðustu helgi var ég á Ísafirði á Aðalfundi Landsamtaka Skógareiganda ( LSE ) hann byrjaði á föstudegi og lauk á mánudegi en við Hallfríður mættum á fimmtudegi ásamt fleirum til að undirbúa fundinn.
Það var frábært veður allan tímann.


Séð út hestfjörð


Hluti af undirbúningsnefndinni. Lilja, Sæmundur, Ási, Bjössi og Helga.


Þau mættu í Húsið og hlustuðu á langar útskýringar okkar skógarbænda.


Föstudagsmorguninn hófst á að koma upp fánum Ási og Kristján fengu aðstoð grunnskólabarna við það verkefni.


Fyrirlestur um jólatré


Þetta er sýnishorn af því hvernig Danir laga jólatréin áður þau fara í sölu.


Á laugardaginn eftir göngu um Neðsta þá var boðið upp á ýmsar veitingar í skóginum.



Á árshátíðinni tók karlakór austfirðinga lagið.


Ég kom við í kirkjugarðinum í Engidal í heimleiðinni á sunnudag en svona var veðrið alla helgina.

Sjá má myndir frá helginni í myndaalbúmi






  • 1
Flettingar í dag: 832
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 1178
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 639437
Samtals gestir: 59653
Tölur uppfærðar: 17.9.2025 19:32:45