09.04.2007 09:56

Páskar

Nú eru páskarnir að verða afstaðnir hafa verið rólegir, gott veður en hef varla farið út úr húsi. Þessi úr pottinun er ekki hægt að hafa eftir, en aðsóknin hefur aukist, t.d. margir á laugardaginn, það hefur gránað í fjöll og mjög andkalt úti núna. Ég fór með Hlyni og Írisi í gærkveldi að horfa á þið munið hann Jörund, það var nokkuð gott, en nokkrir hnökrar á sýningunni, þetta er í þriðja sinn sem ég sé þetta leikrit, Siggi Atla sýndi stórleik ásamt öllum hinum. Það var fylltur innbakaður frampartur í kvöldmat í gærkveldi ásamt miklu meðlæti, matnum voru gerð góð skil. Ég fer sennilega á Sauðárkrók á morgun eða hinn.

02.04.2007 21:31

daginn

Vinna frá morni til kvölds, fór í gufubaðið og pottinn í kvöld, heyrði þar einn góðan, það er suðvestan strekkingur en hlýtt miða við þennan árstíma, það var sæmileg aðsókn að pottinum í kvöld, kveðja.

01.04.2007 22:58

Spurningakeppni

Í kvöld fór ég að horfa á spurningakeppni hjá Sauðfjársetrinu, leikar fóru þannig að Ungmennafélagið Neisti hafði 12 stig á móti 9 stigum Heilbrigðisstofnuarinnar Hólmavík, kennarar Grunnskólanum Hólmavík höfðu 16 stig en Leikfélagið á Hólmavík 8 stig, Grunnskólinn Drangsnesi hafði 10 stig, en skrifstofa Strandabyggðar 15 stig og að lokum vann Hólmadrangur með 19 stigum  á móti Sparisjóð Strandamanna sem var með 9 stig.  Næsta keppni verður 15 apríl

01.04.2007 13:43

Á ferðinni

Fór til Reykjavíkur seinnipartinn á fimmtudag, kom aðeins við hjá Halldóri Páli og fjölskyldu. Á föstudagsmorguninn fór ég á fund um ráðningu ríkisstarfsmanna og fl. Þaðan fór ég til Reykhóla og var komin þangað rúmlega fjögur, á námskeið í Grænni Skógum, gisti í Álftalandi ágætis aðstaða þar. var komin til Hólmavíkur rúmlega sex og þá tók við sjávarréttakvöld hjá Lions, það heppnaðist mjög vel. Núna er glampandi sólskyn hiti 8 °C og suðvestan 10 metrar á sek. Sigurður Kári og Sólveig María eru í heimsókn og eru hin rólegustu.

28.03.2007 20:23

Þakkir

Fjölskyldur Unnars þökkum samúðarkveðjur, þær ylja manni um hjartarætur.

21.03.2007 22:57

Ferðahögun

Við Bía ætlum að leggja af stað vestur um hádegi á morgun, mamma kemur með okkur. Það er leiðinda veður núna vestan bylur. Nína Matthildur og Þórdís Adda koma fljúandi frá Akureyri á föstudag vestur, einnig koma Halldór og Jói með morgunflugi þann dag. Valli og Hlynur koma fljúandi á laugardagsmorgun vestur. Vonum að það verði flugveður þessa daga.

15.03.2007 23:38

Sorgarstund

Tók þessa frétt af Morgunblaðinu til að minna okkur á hvað lífið getur stundum orðið stutt, en fyrir þá sem ekki  vita er Unnar Rafn sonur okkar Margrétar Þ. Jónsdótturs frá Hörgshlíð, nú búsett á Ísafirði. Ég vil þakka þá miklu samúð og samkend sem við fjölskyldur Unnars höfum fengið það styrkir okkur í sorginni. Einnig sendum við Sólveig konan mín aðstendum Eiríks innilegustu samúðarkveðjur

Fórust í sjóslysi í Ísafjarðardjúpi




Fréttamynd 423379

Eiríkur Þórðarson, t.v. og Unnar Rafn Jóhannsson, t.h.

Innlent | mbl.is | 14.3.2007 | 15:36

Mennirnir tveir, sem létust þegar 10 tonna trilla, Björg Hauks ÍS, fórst í mynni Ísafjarðardjúps í gærkvöldi, hétu Eiríkur Þórðarson og Unnar Rafn Jóhannsson. Þeir voru báðir búsettir á Ísafirði.

Eiríkur var 47 ára gamall. Hann lætur eftir sig sambýliskonu, eina dóttur og fimm fóstursyni. Unnar Rafn var 32 ára. Hann var ókvæntur og barnlaus.


18.02.2007 13:46

Veður

    Það er einstaklega gott veður núna sólarglæta, hiti 5°. Halldór Páll,  Linda og Gísli Mar eru í heimsók um helgina, það er löng helgi hjá Nínu Matthildi svo hún kom heim, Halldór er að baka bollur  fyrir bolludaginn. 

20.01.2007 11:57

Snjóar

    Daginn
Það snjóar núna komin ca 50 ca jafnfalinn snjór hérna á minni lóð hitastig um frostmark, en það er að birta upp.
Tók þessa mynd um 11 en núna er komin meiri slydda. kveðja
   
Það var það mikill snjór að Bía sá sitt óvænna og sveif á galdrakústinum út til að ná snjónum af bílnum.

07.01.2007 23:04

7 janúar 07

Sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon látinn  77 ára að aldri. Sjá mynd í Skotlandsalbúmi 2006 en hann og konu hans hittum við á ferð okkar þar. 

01.01.2007 03:22

Gleðilegt nýtt ár

    Kæru ættingar og vinir óska ykkur gleðilegs ár og takk fyrir gamla árið sem er liðið. Munum ættarmótin í vetur og næsta sumar sjáumst hress,  gæfan fylgi ykkur.
Bjössi og fjölskylda

24.12.2006 16:03

Gleðileg Jól

    Óska öllum gelðilegra jóla og farsællts komandi árs
Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 90
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 441189
Samtals gestir: 52543
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 07:35:50