11.10.2008 21:58
Vikan
28.09.2008 01:01
Útsvar
Núna þessa stundina er ég að hlusta á Útsvar í sjónvarpinu. Það hefur verið það mikið að gera að ég hef ekki fundið mér tíma til að blogga en núna ætla ég að skrifa einhvað. Var í Reykjavík í gær á fundi hjá LHH og síðan hjá HTR og á mánudag verð ég á fundi með FOSVEST á Ísafirði. September og október eru þeir mánuðir sem alltaf eru fundir en rólegra hina mánuðina. Á fimmtudagskvöldið tók ég þátt í að kynna Frumgreinanám við Háskóla Vestfjarðar á Ísafirði það komu mun fleiri en gert var ráð fyrir. Hitti Halldór Pál í Reykjavík hann sagði mér að Valli ætlaði að senda hann austur á Seyðisfjörð í ca 10 daga að vinna við virkjun. Það er búið að vera leiðinda veður undanfarna daga rigning og rok. Ég og Bía ætlum að heimsækja beikonhjónin á miðvikudaginn, ætli við fáum ekki humar eða lunda að borða hjá þeim. Það er allt gott að frétta bæði norðan úr Bjarnarfirði og frá Danmörku. Heyrði aðeins í Nínu áðan en hún lætur vel af sér er að vinna á tveim stöðum sem eru heimili fatlaða einstaklinga annað ríkisrekið en hitt einkarekið er að fá þúsund danskar fyrir vaktina hjá því einkarekna nokkuð gott, Hlynur og Arnar voru í næsta þorpi í heimsókn og ætluðu að hjálpa við að setja upp eldhúsvask. Bía hefur ekki sofið heima undanfarna daga en kom um hádegið til að ná sér í hrein föt og fór fljótlega aftur, en sagðist koma aftur á morgun og elda kvöldmatinn, en þetta er nú allt í góðu hjá henni bara mikið að gera í vinnunni. Ég er á vakt á sjúkrabílnum í dag, það eru rollueltingarleikar hjá hinum. Veit nú ekki hvað ég á að segja ykkur meira. Bless
09.09.2008 21:11
Gott veður það sem komið er af haustinu
Fór til Reykjavíkur á sunnudaginn með viðkomu
í Svignaskarði í sumarbústað hjá Helgu og Hadda stoppaði nokkuð lengi hjá þeim
borðaði og fékk rauðvín með matnum, Bía var bílstjóri í þessari ferð en ég var
að fara í mína árlegu skoðun hjá hjartalækninum hann gaf mér góða einkunn og
vildi að ég kæmi aftur að ári. Var einhvað að tala um að ég mætti hreyfa mig
meira skaðaði ekki að missa nokkur kíló en svosem gott að vera vel undirbúinn
undir hörðu árin. Annars er ekki verkefnaskortur hjá mér þessa dagana en er með
stöng í Bjarnarfjarðará á fimmtudag og
er að spá í að nota það ef ekki verður mikil rigning. Hef bara farið einn dag að veiða það sem af er árinu. Það fer nú bráðum að koma að því að ég hendi nokkrum myndum inn. Kveðja JBA
30.08.2008 10:01
Jarðafaradagur mömmu
Þórdís Loftsdóttir fæddist
á Gautshamri í Steingrímsfirði 8. ágúst 1926. Hún lést á
Heilbrigðisstofnuninni
á Hólmavík 23. ágúst sl. Foreldrar hennar voru Loftur Bjarnason á Hólmavík f. 17.6.1883 - d. 8.8.1956 og seinni kona
hans Helga Guðbjörg Jónsdóttir f. 11.7.1895 - d. 8.9.1981. Alsystkin Þórdísar
eru Gróa f. 1925, Jón f. 1927, Sigvaldi f. 1930 - d. 2006, Ingimundur Tryggvi
f. 1932 - d. 1937, Guðjón f. 1934 og Karl Elinías f. 1937. Hálfsystkin hennar,
börn Lofts og fyrri konu hans Gróu Einarsdóttur f. 18.12.1879 - d. 31.1.1921.
eru drengur f. 1907 látin sama ár, Gísli f. 1907 - d. 1952, Aðalheiður f. 1910
- d. 2002, Björnstjerne f. 1911 - d. 1913, drengur andvana fæddur 1914 og
Gestur f. 1916 - d. 1952. Þórdís var á fyrsta misseri send í fóstur hjá
hjónunum að Skarði í Bjarnarfirði þeim Bjarna Jónssyni f. 1873 - d. 1948 og Valgerði Einarsdóttur f. 1872 - d. 1932. Uppeldissystkin hennar á
Skarði voru Torfi f. 1905, Soffía f. 1906, Jón f. 1907, Ólöf f. 1909 og
Eyjólfur f. 1912, sem öll eru látin.
Þórdís giftist 30.12.1944
Arngrími Jóhanni Ingimundarsyni á Svanshóli f. 25.7.1920 - d. 9.3.1985. Börn
þeirra eru. 1) Erna f. 1945 eiginmaður Baldur Sigurðsson f. 1934 - d. 2008.
Börn þeirra Árni Þór, Hafdís, Steinar Þór og Sölvi Þór. Erna á tvö barnabörn.
2) Jón f. 1946 eiginkona Þorsteinsína Guðrún Gestsdóttir f. 1948. Börn þeirra
Halldóra Þórdís, Helena Ósk og Arnþór Ingi. 3) Jóhann Björn f. 1954 eiginkona
Sólveig Hildur Halldórsdóttir f. 1959. Börn þeirra Halldór Páll og Nína Matthildur.
Synir Jóhanns eru Unnar Rafn f. 1974 - d. 2007 og Jóhann. Synir Sólveigar eru
Valgeir Örn og Hlynur Þór. Jóhann og Sólveig eiga fimm barnabörn. 4) Ingimundur f. 1957 sambýliskona Þorbjörg
Hulda Haraldsdóttir f. 1958. Synir þeirra eru Arngrímur Jóhann, Haraldur Ingi,
Erlingur Daði og Matthías Oddur. Ingimundur og Þorbjörg eiga fjögur
barnabörn. 5) Guðjón Hjörtur f. 1963
eiginkona Signý Hermannsdóttir f. 1965. Börn þeirra eru Elsa Guðbjörg, Andri
Þór og Hermann Elvar. Guðjón og Signý eiga eitt barnabarn. 6) Helga Lovísa f.
1966 eiginmaður Haraldur Vignir Ingólfsson f. 1964. Börn þeirra eru Þórdís
Adda, Ingólfur Árni, Baldur Steinn og Karen Ösp.
Ingimunda Gestsdóttir tók á móti mömmu þegar hún fæddist, mamma var
send í fóstur til Bjarna Jónssonar og Valgerðar Einarsdóttir á Skarði á fyrsta
misseri ( sennilega 5 mánaðar ) vegna þess að Loftur og Helga ætluðu að slíta
samvistum en ekkert varð úr því. Var vetrar tíma hjá Helga Sigurgeirs og Ólöfu
Bjarnardóttur á Drangsnesi vann þar í fiski og fl. Helga og Loftur komu oft í
heimsókn að Skarði og ætluðu að taka mömmu til sín en þá vildu hvorki hún né
Bjarni og Valgerður það. Hún kynntist foreldrum sínum fyrst að ráði eftir
fermingu. Var fyrst hjá þeim á Hólmavík er hún var að eiga Ernu þá um
mánaðartíma.
Mamma ólst upp á Skarði hjá fósturforeldrum sínum til 17 ára aldurs.
Hóf hún þá sambúð með pabba og bjuggu þau fyrst á Svanshóli. Árið 1947 fluttu þau á nýbýli sitt
að Odda og bjuggu þar til dauðadags. Mamma sinnti fyrstu árin bústörfum ásamt
uppeldi barna sinna enda pabbi bifreiðastjóri með búmennskunni og því oft á
tíðum fjarverandi frá heimilinu yfir sumartímann. Jafnframt tók hún að sér
afgreiðslustörf í útibúi KSH á Kaldrananesi sem pabbi sá um og rak. Er
börnin urðu eldri og gátu hjálpað til við búskapinn færðust hennar störf meira
inn á heimilið enda oft mannmargt í Odda. Ávallt var á borðum kaffi og
sætabrauð og enginn gestur kom án þess að vera boðið kaffi eða mat eftir því sem við átti. Ófáar gönguferðirnar voru teknar
upp afleggjarann að þjóðveginum, til að afgreiða ferðamenn og fleiri um bensín
og olíu á BP stöðinni er þar var. Þegar börnin voru að mestu leiti vaxin úr
grasi vann hún við ræstingar í Klúkuskóla og Gvendarlaug hins góða yfir
sumartímann. Bréfhirðinguna í Odda sá hún um í fjölda ára, uns hún var lögð
niður. Tók hún þátt í að reka Hótel Laugarhól tvö sumur ásamt öllum húsmæðrum í
sveitinni. Mamma sat oft og prjónaði á yngri árum enda gott að eiga hosur og
vettlinga handa heimilisfólki. En á efri árum minnkaði prjónaskapurinn og fínni
hannyrðir tóku við. Við andlát pabba tóku Baldur og Erna systir við
rekstri meginhluta búsins enda höfðu þau búið félagsbúi í Odda fram að því.
Mamma snéri sér þá eingöngu að heimilisstörfum og tók þá að sér matseld fyrir
ýmsa aðila er voru við vinnu í Bjarnarfirði af og til. Í ágúst mánuði var
berjatínsla hennar líf og yndi, var oft á tíðum ein heilu dagana í brekkunum. Á
æskuárunum var það hennar afmælisgjöf að fá að fara í berjamó, hún hélt því
áfram alla tíð, eða í það minnsta kíkti til berja eins og hún kallaði það.
Berjatínur mátti mamma ekki heyra minnst á og voru þær bannaðar í hennar
landi. Reyndar minnkaði hún ferðir sínar í berjamó síðustu árin, var alls ekki
ein á ferð. Það kom til vegna nýrra landnema í Bjarnarfirði, óhræsis
geitungunum sem henni var afar illa við.
Það stóð alla jöfnu ekki á mömmu ef minnst var á spil eða spilaleiki.
Margar yndislegar stundir muna börnin hennar eftir við spilaborðið.
Ekki má gleyma söfnun hennar á spilum, pennum, gömlum munum, úrklippum
úr dagblöðum og fl. Pennar sem fylla fleiri fleiri möppur. Úrklippur úr
dagblöðum sem fylla möppur og kassa. Einnig safnaði hún fingurbjöllum.
Útsaumaðar myndir í eldhús prýða veggina hjá börnum hennar, ásamt dúkum undir jólatré. Barnabörnin sem hafa fermst eiga öll sína útsaumuðu fermingarstrengi og, og hún kom því þannig fyrir að þau tvö sem eftir eru að fermast fái sína.
09.07.2008 09:32
Árneshreppur 5. og 6. júlí 08
Setti inn nokkrar myndir sem voru teknar í Árneshreppi um síðustu helgi en það var gott veður á laugardaginn en þoka á sunnudaginn en bjart inn í Djúpuvík, Kaldbaksvík, og Bjarnarfirði. Þetta var heilmikið fjör fyrir Sunnu og Arnar þau skemmtu sér vel, Hlynur grillaði að dönskum sið. Kveðja.

18.06.2008 17:05
Norðanátt og sól í dag kalt
02.06.2008 16:55
15° hiti í dag
Það hefur verið gott veður síðustu daga, mikið að gera hjá mér þannig að ekkert verið að skrifa núna, set inn nokkur myndbönd frá Danmörku af Arnari og nokkrar myndir sem ég tók úti það kemur meira seinna.
20.05.2008 13:54
Nordic School of Public Health
Hef haft gódan dag mikid ad læra og fyrirlestrar gódir. Gódur hiti. Núna verda menn ad leggja sig fyrir kvöldid. kvedja
20.04.2008 12:09
Selur
05.04.2008 13:56
Daginn
13.03.2008 23:57
Í norðurátt
09.03.2008 23:07
Allt í góðu er það ekki ?
10.02.2008 23:14
Með mánaðar millibili
Er ekki gott að láta heyra í sér með mánaðar millibili. Það sem helst hefur verið að gerast er að við fórum með 2/5 af börnunum út á Keflavíkurflugvöll aðfaranótt 30. jan. Það voru Hlynur sem var í Rek í tvær vikur og Nína sem var að flytja til Danmerkur á samt vinkonu sinni. Við Bía vorum komin heim aftur á fimmtudagskvöld, höfum nú verið heima síðan, en fórum til Rek í gærdag, að skila bíl og sækja annan, tókum Baldur og Ernu með okkur norður það var skafrenningur þegar norðar dró en bjart á milli, ég er orðin marga daga á eftir í náminu þar sem vinnan hefur átt minn hug allan áramóta uppgjör og krafa um niðurskurð á útgjöldum, Annars er allt gott að frétta af mínum nánust ekki veit ég annað. Nína ég keypti spilið fyrir þig og sendi þér það í skipspósti. Kær kveðja.
07.01.2008 23:11
Helgin
Daginn
Helgin var ágæt hjá mér ég var vestur á Ísafirði í staðarlotu en það er byrjunin á Frumgreinarnámi við Háskóla Vestfjarðar á Ísafirði. Fórum þrjú héðan frá Hólmavík á laugardagsmorgun og komum heim fyrir fréttir í gærkveldi, þetta var sérstök lífreynsla að setjast á skólabekk að nýju, ég hef ekki reiknað algebru í 32 ár en það er styttra síðan ég var að reikna hornaföll, en hef góða von í stærðfræði þar sem kennarinn er skyldur mér en hann sagði það af og frá að hann tæki tillit til þess, ég var elstur af þessum sem mættu þessa helgi og verð það sennilega áfram, ég gisti á Gamla gistihúsinu sem áður var spítali, það var ágætt góður morgunmatur og þægilegt starfsfólk smá hávaði um nóttina en tók fljótt af, svaf vel en dreymdi bara blóð sennilega verið einkvað sem áður gerðist í þessu herbergi meðan þetta var spítali. Ég var að segja við Bíu að ég yrði sennilega heima um helgina því spáin er slæm, ( reiknaði nú ekki með öðru ) Það verður ágætt til að byrja á því að komast inn í þetta nám sem er 15 einingar sem ég þarf að skila. En að öðru ég hef ekki verið nógu duglegur að koma inn myndum en ætlaði að reina að klára myndirnar frá Rússlandsferðinni og fleiri þá á eftir. Kveðja.