11.06.2010 22:01

Gísli Mar lærði að hjóla

Gísli Mar tók sig til og lærði alveg að hjóla í dag, þá byrjaði nú ballið, "ekki hjóla á götunni", "ekki hjóla niður á bryggju", "passaðu þig á bílunum", alltaf sagði Gísli "já ég passa mig" síðan náði ég mynd af honum hjóla niður á trébryggju, við gerðum samning að hann mætti hjóla að tankinum. Ég fór upp á sjúkrahús þá greip hann tækifærið og sagði ömmu sinni að hann ætlaði að hjóla til Sigga og sýna honum að hann væri búinn að taka hjálpardekkin af, hann tók smá hring í leiðinni upp Bröttubrekku og niður leikskólabrekkuna. Síðan er Gísli búinn að vera að skjótast út í kvöld að hjóla, en orðin svo þreyttur núna að hann og amman eru sofnuð. Setti inn 3 myndbönd.


Þarna voru mörkin við tankinn



Þetta var síðasta ferðin með hjálpardekk


Þarna er verið að leggja í hann hjálpadekkjalaus.

23.05.2010 10:55

Sumarið komið

Daginn
Núna held ég að sumarið sé komið, sólin komin og heldur hitnar í veðri. Bía grillaði úti 9. maí en þá var heldur kalt til að borða út í garði og rikið eftir umferðina lagðist sem jarðarkrydd á kjötið.



Ég á von á því að hún grilli aftur í kvöld og við getum notið sólarinnar við máltíðina. Annars er allt hið besta að frétta hjá okkur held ég, Bía er að vinna og ég ætla að klára að reikna út laun í dag.

07.03.2010 20:09

Ótitlað

Daginn
Sá að síðan var orðin tóm það gengur ekki, hérna er allt við það sama sumar, haust og vetur búin að vera síða á áramótum, en held að vorið sé á leiðinni. Setti nokkrar myndir í albúm.

Eins og sjá má hefur snjóað, en þessi snjór er að mestu farinn. En það hefur víst líka verið snjór í Álaborg svo ykkur þar bregður ekki við snjóamyndir. Bestu kveðjur.

26.12.2009 15:13

Jólin 2009

Óska ykkur gleðilegra jóla lesendur góðir nær og fjær. Setti inn nokkrar myndir frá aðfangadagskveldi síðan var ég að setja inn myndir frá því að við Bía fórum til Alaska í september 2001. Herna er allt gott að frétta, fékk einhverja pest á Þorláksmessu og meiripartur af íbúunum líka Bía og Nína hósta hver í kapp við aðra, en það venst, ég er nú að fá matarlistina aftur og er það til mikilla bóta. Það er éljagangur, en ég hef varla farið út fyrir húsinns dyr síðan ég kom heim úr vinnu á aðfangadag. Bestu kveðjur til ykkar.

02.11.2009 11:03

Nýtt hús á Hólmavík

Verið er að flytja nýtt hús til Hólmavíkur það verður staðsett á Borgabraut


Er að komast í Bröttugötu




27.09.2009 22:06

Kvikmyndataka

Daginn
Í dag komu hérna nokkrir úr kvikmyndageiranum, það var Sigurður Freyr sem sá um stað og stund, en Dagur Kári sá um að stýra leikurunum, sem í þessu til felli voru Gunnar, Jói, ég og einn danskur en hann lá á bryggjunni er ég kom að hristi hann og hringdi síðan á sjúkrabíl enda virtist hann ekki með lífsmarki, það voru danskir handritshöfundar og þeir tóku einnig myndina, þetta voru nokkrar tökur en danski leikarinn var orðin hálf kaldur á því að liggja á bryggjunni og ekki bætti grjótið á bryggjunni um að liggja á því, allavega hruflaðist ég á hnjánum við að krjúpa of og mörgum sinnum niður að manninum og í eitt skiptið sem ég hringdi á sjúkrabílinn en hann beið upp við vélsmiðju og ég átti að hringja í Gunna Jóns, þá varð mér það á að hryngja í Gunna Gunn en hann er næstur í minninu hjá mér og hann skildi ekki neitt þegar ég sagði honum að leggja af stað, áttaði mig á þessu og sagði "wrong number" þá hlóu danirnir því ég varð að setja upp gleraugun til að finna númerið hjá Gunna Jóns þetta kostaði auka skot, en gaman að taka þátt og rifja upp gamla leikaratakta síðan ég lék í Útlaganum.
Læt hérna fylgja mynd það er danski leikarinn sem heldur á tökuvélinni.
Myndin af snjónum er síðan ég fór yfir Arnkötludal um tíu leytið á föstudaginn.



19.09.2009 15:49

Helgin 11 til 13 sept

Daginn

Fór í smá ferðalag með nokkrum félögum um þessa helgi, fór á föstudegi frá Hólmavík yfir Þorskafjarðarheiði og vestur Barðaströnd vegurinn var heldur leiðinlegur á leiðinni í Flókalund og þar var gist 2 nætur. Á laugardagsmorgun fórum við á Látrabjarg en það eru 15 á síðan ég kom á Látrabjarg síðast, stoppað var þar dágóða stund, síðan var haldið í Keflavík þar var ég að koma í fyrsta sinn, en þar er stórbrotin náttúra og saga staðarins margbrotin. Þarna var nestið tekið upp og leiðsögumaðurinn sagði okkur allt um þennan stað, í bakaleiðinni komum við í Minjasafninu á Hnjóti, það þarf alveg tvo tíma til að skoða það, þaðan fórum við í Sauðlauksdal en það var rigningarskúr og við stoppuðum stutt þar. Þá var farið á Rauðasand en þánga hef ég ekki komið í 30 ár, vegurinn miklu betri, en þá var ég bílstjóri á rútu með Alþýðubandalag Vestfjarðar í ferðalagi. Þarna stoppuðum við við kirkjuna sem kom frá Reykhólum eftir að sú gamla fauk. Þá var farið til baka í Flókalund þar fórum við í sund áður en sest var að þriggja rétta kvöldmáltíð, kvöldið leið hratt í spjalli og gamanmálum, ekki var farið í pottinn þetta kvöld, en kvöldið áður skelltu nokkrir gestana sér í hann eftir göngu inn að vatni. Við Bía fórum síðan á sunnudagsmorgun heim lengri leiðina og komum við á Þingeyri, Flareyri, Suðureyri og fórum í Staðardal, ætluðum að borða á Ísafirði en þar var heldur fátæklegt um mat um þrjúleitið, annað hvort rétt búið að loka fyrir matsölu eða rétt óopnað, svo endirinn var að við fórum í bakaríið fengum kaffi og vínarbrauð. Fór svo í fyrsta skipti nýju brúna yfir Mjóafjörð, vorum komin heim hálf sjö um kvöldið. Vestfjarðarhringurinn búinn þetta árið

16.07.2009 16:37

Seint en þó

Daginn
Það skrifa sumir seint en það er betra en aldrei. Spánarferðin var mjög góð og verður ritað um hana seinna en ég er búinn að setja myndir inn frá þeirri ferð og útskýri þær seinna. Þarna er mín 49 ára.

07.05.2009 22:11

Í Reykjavík

Daginn
Er staddur í Reykjavík og verð einhvað þar, var á vinnufundi hjá Almannavörnum í dag, þar sem var verið að samhæfa sniðmát stofnana í hópslysum. Setti nokkrar myndir inn í myndaalbúmið,
Mynd úr samhæfingarstöð.

28.04.2009 21:26

Þetta hefst með tímanum

Það er nú mikið að skrifað er. Alltaf mikið að gera hjá mér, en get oft frestað því til morguns eins og margur gerir. Var í sumarfríi á sumardaginn fyrsta og hjálpaði Halldóri Páli við að setja upp eldhúsinnréttingu, við Linda vorum í smíðinni, Halldór og Finnur í uppsetningunni og Sölvi í vatninu, rafmagnið var á allra höndum en málingin á höndum Lindu. Um kvöldið fórum við út á lífið en sumir fóru semma heim en aðrir í birtingu. En Finnur er ekki komin heim enn þá. Bía kom heim frá Danmörku um kvöldið 24 svo brún og sælleg eftir að vera í sólinni, heim komum við á laugardaginn og náðum því að kjósa rétt. Á sunnudaginn fórum við ásamt Guðmundi lækni og Guðrúnu í mat til Matta, það var súpa í forrétt, rjúpa í aðalrétt og frönsk súkkulaðikaka í eftirrétt, þetta var hvað öðru betra. Fór í Reykjavík í gær 27. apríl á jarðaför, þær fóru með mér Erna og Helga, komum heim um kvöldið. Dagurinn í dag var hefðbundinn vinna frá kl 8 til 18. Það eru myndir í albúminu.

01.03.2009 16:52

Jan til 1. mars

Daginn var að setja inn tvö myndalbúm annað úr skírninni hjá Guðbrandi Snæ og hitt ýmsar myndir. Héðan er allt gott að frétta þokkalegt veður og allir hafa það gott það best ég veit. Skrifa meira síðar en lofa ekki hvenær.

27.12.2008 22:32

Jólin

Daginn
Það er búið að vera rólegt hjá okkur hérna um jólin. Fórum norður í Odda í gærkveldi í matarboð hjá þeim mægum Ernu og Hafdísi, þar var einnig Helga með sína fjölskyldu. Í dag hefur verið gott veður allt nærri orðið autt. Hafði það af að fara í smá göngutúr í dag. Á mogun verð ég að vinna til að vera búinn tímanlega á gamlársdag. Svínalærið kláraðist í hádeginu og var lambalæri í kvöldmatinn það dugar líka sennilega á morgun.  

24.12.2008 18:58

Gleðileg jól

Fjölskyldan á Hafnarbraut 18 óskar öllum gleðilegra jóla. Setti nokkrar myndir inn áðan.




02.12.2008 21:43

Hera Sóley

Daginn
Var að setja nokkrar myndir af Heru Sóley Halldórsdóttir, sem fæddist 24. nóvember kl 7:09 reyndar tekin með keisaraskurði 53 sm og 16 merkur og þeim heilast vel öllum.

14.11.2008 05:56

Síðan síðast

Það hefur verið mikið að gera hjá mér undanfarið og verður ekki minna fram að jólum. Hef farið nokkrum sinnum á rjúpnaveiðar en lítið fengið vantar nokkrar rjúpur í matinn. Leiðinda veður hefur verið í dag. Fór norður í Odda í gær vorum að tengja gerfihnattardisk til að ná ríkissjónvarpinu setti inn nokkrar myndir af disknum og sjávarréttaborðinu sem var hjá Lions á síðustu helgi á eftir að setja inn fleyri myndir. Kveðja JBA
Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 90
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 441189
Samtals gestir: 52543
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 07:35:50