10.11.2011 21:48

Gamlar myndir, kannist þið við þær ?

Jæja fyrst ég er byrjaður á að setja inn gamlar myndir og óska eftir upplýsingum um þær frá ykkur,
Hér eru sex myndir sem komu frá Höllu.


Mynd 9


Mynd 10


Mynd 11


Mynd 12


Mynd 13


Mynd 14


Þetta er sama stúlkan á þrem myndum.

09.11.2011 16:41

Gamlar myndir þekkið þi

Daginn
Það er nú kominn tími til að setja einhvað inn hérna á þessa síðu og þá byrjum við á gömlum myndum sem ég fékk frá Höllu á Svanshóli og þá er spurningin hvort einhver kannast við þetta fólk.

Mynd 1.
Þetta mun vera Þorkell Sigurðsson úrsmiður Reykjavík og kona hans Ragnheiður Guðjónsdóttir frá Heiðarbæ. Bróðir Þorkels, Sigurjón var kaupfélagsstjóri hérna á Hólmavík. Þeir voru bræður Stefáns frá Hvítadal.

Mynd 2


Mynd 3


Mynd 4


Mynd 5
Þetta er Guðbjörg Einarsdóttir


Mynd 6. Þetta gæti verið Halldór Jónsson


Mynd 7. Þessi maður var í ramma með myndinni af konunni hérna fyrir neðan.


Mynd 8


Mynd 8. Og aftan á myndinni af konunni stóð þetta skrifað. Inni í rammanum var umslag sem á stóð Anna Einarsdóttir.

06.08.2011 01:27

Afmæli Arnars 2011

Jæja
Þá eer komið rokkur og ég fer þá að setja inn myndir og myndbönd. Var að seta inn myndir frá kvöldinu hans Arnars þegar hann átti afmæli.og er byrjaður að setja inn myndbönd að austan em grenitréið er í 6 hlutum búinn að setja inn fyrstu 2 hlutina.

Þarna er Arnar að bjóða til matar.

16.05.2011 22:52

Gróðursetning

Vorverkin
Gróðursettum nokkur tré í Odda og voru það Sölvi, Steinar, Haddi og Bía sem báru hitan og þungan af því, ég var þeim til aðstoðar og setti upp skjólvegg, vonandi verður skjól af þessu hjá okkur.

þetta eru birki og aspir frá einum meter í tæpa þrjá metra. Svo þurfti ekki að vökva í morgun því það snjóaði.

25.04.2011 17:37

Gleðilegt sumar

Það hefur verið vorveður hérna á Hólmavík í dag, svolítið napurt en sólin yljar.
Núna er ég með 3 myndir sem ég veit ekki alveg af hverjum eru.

Þarna eru Þórunn, Þorbjörg og Ólöf amma en hinar þekki ég ekki. En Bjarni El. kannast við þær sú hægra meginn er Laufey dóttir Jóns Péturs, en sú til vinstri er sennilega kona Matthísar sem var að mála barnaskólann á Drangsnesi. Bjarni fór með þær á hestum frá Drangsnesi norður að Svanshóli "46 "47 eða "48 þær voru á leið norður í Djúpuvík, en Bjarni fór með hestana aftur yfir á Drangsnes Jón Pétur átti þá.


Þarna er greinilega húskveðja. Þekkir einhver fólkið á þessari mynd og hvern/hverja er verið að kveðja og hvar ?


Hvaða fólk er þetta og hvar er myndin tekin ? Þetta mun vera Ragna Guðmundsdóttir og Bjarni Þorbergur Jónsson. Húsið er Meyjarskemman á Drangsnesi. Torfhúsin eru fjós.


18.04.2011 23:54

Konur

Jæja fékk nú ekki mörg svör við síðustu myndum, en hvaða konur eru á þessari mynd ?

Þessi mynd er sennilega tekin í Hvammi. Þetta eru Siggurnar á Bakka.

09.04.2011 12:16

Gamli tíminn

Daginn
Það kemur fyrir að maður dettur inn í gamla tímann og fattar að maður hefur gleymt því sem sagt var við mann á yngri árum.

Hvar er þessi mynd tekinn og hvaða hús eru þetta ?

Fólkið á myndinni og hvaða hús er þetta ? Fríða, Ingimundur og sennilega Svanborg Ingimundarbörn
Húsið er gamla íbúðarhúsið á Svanshóli.

Þekkir einhver þessa menn ? Gamli skíðaskálinn í Tungudal.

21.03.2011 18:27

Helgin 19. mars 2011

Daginn
Helgin var góð, var að skemmta mér með skemmtilegu fólki. Fórum á föstudag til Hafnarfjarðar og komum heim á sunnudag. Það er frekar vetrarlegt en þá en von er á vorinu á næstunni.

Fjörukráin

Átta mig ekki á hvaða verkfæri þetta er.

Staðan á vorkomunni þann 21. mars.

12.03.2011 22:08

Það ylja manni minningar

Daginn
Ég var að skanna inn gamlar myndir frá því að ég var á Höfn 1971 og 1972 til 1976 síðan var ég með myndir frá 50 ára afmæli pabba, 60 ára afmæli Munda á Hóli og 70 ára afmæli Sigurðar á Klúku en þær hef ég ekki sett á netið. En þessar myndir á ég eftir að setja á síðuna en er ekki búinn að flokka þær.

29.01.2011 13:50

Daginn

Daginn
Var að setja myndir inn af ferðalaginu okkar Valla til Álaborgar í nóvember gekk ekki vel að setja þær inn í einu lagi svo ég skipti því á daga.

En það var bylur þegar við fórum  og bylur þegar við komum heim

Þessi mynd er frá Þröskuldum.

En var að skanna þessa mynd inn en man ekki hvenær hún var tekin bræður, munið þið það ?

Gæti verið laugardaginn 14 en hvaða mánuð eða ár er ég ekki með.

Núna er rok og rigning á Hólmavík, suð-suðvestanátt og bara inniveður.

31.12.2010 22:09

Gleðilegt nýtt ár

Ég óska þér og þinni fjölskyldum gleðilegs árs og megi nýja árið gefa ykkur gleði og hamingju.

Þessar dömur óska ykkur þess sama

24.12.2010 08:32

Gleðilega jólahátíð

Kæru vinir
Óska ykkur gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.


27.09.2010 21:52

En sumar eða gott haust

Jæja nú er komið að smá skrifum. Var að setja inn myndir og myndbönd en sum myndböndin voru það mörg MB að ég kom þeim ekki á netið það býður bara betri tíma enda þarf að klippa þau til sum hver. Það er búið að vera frábært veður núna síðsumars og í haust, og það sem meira er að það er en þá hiti á nóttinni hefur ekki farið niður fyrir 2,5°á C sem hlýtur að vera met á þessum árstíma. Það er alltaf smá ferðalög á mér í viku hverri, og alltaf að kynnast einhverju nýju. Þetta er fyrsta árið sem ég fer ekki norður í Bjarnarfjörð um réttir en það skaðaði engan.


Svona var þetta helgina sem Linda og Hera Sóley komu, glampandi sól og 15 gráðu hiti og borðað úti í hádeginu


Þarna voru listamenn á ferð og gáfu mér málverk.

Aðrir fengu klaka að gjöf frá mér og létu sér vel líka.

Þetta eru papriku og tómataplöntur ásamt eplatrjánum okkar Gísla

Valli valdi kaldasta daginn í haust til að bjóða í krækling, en samt var það heitt hjá honum að ég fór heim brendur á fingrunum.

Ég ætla að láta það duga núna að hafa náð þessari mynd um réttirnar, þekki ekki markið en  svipurinn er skýr.

05.09.2010 21:29

Smá hlé

Daginn
Það hefur verið smá hlé hjá mér og verður aðeins lengur, en er búinn að setja nokkur myndaalbúm inn og einhver myndbönd en þar verður meira sett inn á næstu dögum. En hérna er ein mynd.

sem sýnir stúlkur í roði.

28.06.2010 18:02

Útilegan

Fór í smá ferðalag 16 til 20. júní. Ókum að heiman austur á Siglufjörð gistum þar eina nótt á farfuglaheimilinu, fórum eftir hádegi um Lágheiði í Ólafsfjörð stoppuðum þar góða stund, keyrðum síðan á Dalvík skoðuðum bæinn. Þaðan fórum við til Akureyrar og drukkum kaffi hjá Munda og Tobbu en þau voru á tjaldstæðinu. Um kvöldmatarleytið fundum við okkur tjaldstæði í Vaglaskógi ágætis veður þar en hitastigið fór niður í frostmark um þrjúleytið um nóttina. Ef myndirnar eru skoðaðar þá sést að Bía er á bolnum en aðrir í lopapeysum og með húfur, þegar við fórum þaðan um ellefu þann 18 þá var hitinn komin í 18° á C. Við keyrðum að Mývatni og stoppuðum í Höfða eins og sést á nokkrum myndum í 20° hita. Stoppuðum næst á Egilstöðum þá sást varla í gegnum framrúðuna fyrir flugum þvoði þær af og heldum síðan á Reyðarfjörð og þaðan firðina til Breiðdalsvíkur þar sem við gistum á Hótel Bláfelli.


Þarna erum við að elda kvöldmatinn á Gistihúsinu Hvanneyri Siglufirði



Bía tjaldaði meðan ég fór og greiddi fyrir tjaldstæðið.



Ég er sennilega aðeins of stór í þessa skyrtu ?


Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 90
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 441189
Samtals gestir: 52543
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 07:35:50