27.04.2013 18:08

Kjördagur 2013

Já það er komin tími á að skrifa nokkrar línur. Við Bía fórum á kjörstað í dag sem var í Hnyðju hvort Bía kaus rétt veit ég ekki en hún stendur í þeirri trú en ansi var hún fljót í kjörklefanum hefur ekki strikað marga út. Það sem eftir hefur verið af vetrinum og byrjun vorsins hefur veðrið verið heldur risjótt oft frekar kalt, frost á nóttinni og það spáir byl á morgun.


Kosningarfáninn hjá Valla en Framsókn bauð uppá kökur og kaffi að Kópnesbraut 7 í dag.


Var að grafa upp eplatréin í garðinum hjá Valla í dag en það er skafl í garðinum hjá honum.


Siggi og Gísli með páskaeggin á páskadagsmorgun.


Þetta er nokkru seinna ég langt kominn með mitt en Gísli rétt að taka innan úr sínu.


Hérna er verið að græja kjötsúpuna í fermingarveisluna hjá Arnari en hún var 1. apríl.


Gísli Mar búinn í sturtu og nýgeiddur.


Arnar Már og Gísli Mar. Flottir frændur.


Já ég náði því að komast á fund hjá Umhverfisráðherra.


Já svona lýtur kirkjan út í dag


07.03.2013 19:22

Byrjun mars

Jæja febrúar var ekki með að þessu sinni en bætum úr því. Það hefur verið mjög gott veður undanfarið en svo kom bylur 6.mars og bætti við snjó. Svellin voru að mestu farin en varla hefur verið göngufært nema á mannbroddum. Skrapp á Egilstaði í endaðan febrúar og það var sumarfæri heimsótti Erlu og Boga og báðu þau fyrir bestu kveðjur til ykkar. Fór í mína árlegu skoðun til hjartalæknisins og gaf hann mér grænt ljós á minn lífstíl en spurði hvort ég hefði séð myndina um manninn sem hjólaði á fullu í 20 sek 7 daga vikunar ég játti því og þá sagði hann að það væri betra hjá mér að fara rólega í 20 mín á dag því hreyfingin væri fín. Þurfti nú að labba heim úr vinnunni í gær því ekki var fært fyrir ofan heilsugæsluna og þegar ég kom í morgun þá var bílinn lokaður inni. Ég setti smá myndband af veðrinu í gær undir myndbönd. Ætlaði suður á Reykjanes í dag en það varð nú ekki af því.


Það var svell í þessa átt.


og líka í hina áttina.


Skrapp eftir hádegi í Búðardal á öskudaginn þessar ungu stúlkur tóku lagið fyrir Sigrúnu.


Guðbrandur Snær bauð í skrautlega snúða en hann var nýorðin 4 ára.


Við Bía áttum gjafabréf í humarmáltíð á Sjávargrillinu Skólavörðustíg taldi rétt að borða fisk áður en ég færi í heimsókn til hjartalækninins.


Þessi mynd sýnir bylin í gær var mest allan daginn svona.


Rétt sá í bílinn minn fyrir utan hjá Önnu og Hannesi þegar ég ætlaði að skjótast á honum suður í morgun.

Ninni var búinn að taka það mesta af götunni en kom seinna og tók frá bílnum hélt að bílinn myndi ekki lokast inni á planinu hjá Hannesi en sé að það er ekki gott að stelast til að leggja í bílastæðið hjá honum þegar hann bregður sér af bæ.

Síðan er hérna ein mynd af Ólafi ST hann er alltaf á sitt hvorri hliðinni.

20.01.2013 18:36

Miður janúar 2013

Það er nú kominn tími til að skrifa í byrjun janúar. Tíðin hefur verið risjótt snjókoma og rigning til skiftis og allt í svellum. Ávaxtatréin eru ýmist á kafi í snjó eða á bersvæði. Skrapp norður í Odda í dag og tók nokkrar myndir. Daginn er heldur að lengja og er bjart fram undir sex.


Það má segja að Hólmavík líti svona út allt í svellum.


Ávaxta tréin eru sum á snjólausu svæði.


Aspirnar.


Þessi ávaxtatré eru í harðfenni.


Í Odda eru skaflarnir glerharðir og flughálir. Ávaxtatréin standa ekki upp úr snjónum.


Á Bjarnarfjarðarhálsi norðanverður. séð í vestur.


Á há Bjarnarfjarðarhálsi séð í suður, það er hálka.

31.12.2012 18:35

Gleðilegt nýtt ár

Við óskum öllum velfarnaðar á nýju ár með þökk fyrir það gamla.


Mynd Tryggvi bacon.

24.12.2012 14:33

Gleðileg jól

Við á Hafnarbraut 18 óskum öllum gleðilegra jólahátíðar.



Gísli Mar og  Bía skreyttu tréið þetta árið.

11.10.2012 11:45

11 október

Það er hið besta veður á Hólmavík núna sólskyn og hægur andvari. Um síðustu helgi var ég á Ísafirði á Aðalfundi Landsamtaka Skógareiganda ( LSE ) hann byrjaði á föstudegi og lauk á mánudegi en við Hallfríður mættum á fimmtudegi ásamt fleirum til að undirbúa fundinn.
Það var frábært veður allan tímann.


Séð út hestfjörð


Hluti af undirbúningsnefndinni. Lilja, Sæmundur, Ási, Bjössi og Helga.


Þau mættu í Húsið og hlustuðu á langar útskýringar okkar skógarbænda.


Föstudagsmorguninn hófst á að koma upp fánum Ási og Kristján fengu aðstoð grunnskólabarna við það verkefni.


Fyrirlestur um jólatré


Þetta er sýnishorn af því hvernig Danir laga jólatréin áður þau fara í sölu.


Á laugardaginn eftir göngu um Neðsta þá var boðið upp á ýmsar veitingar í skóginum.



Á árshátíðinni tók karlakór austfirðinga lagið.


Ég kom við í kirkjugarðinum í Engidal í heimleiðinni á sunnudag en svona var veðrið alla helgina.

Sjá má myndir frá helginni í myndaalbúmi






30.09.2012 10:15

september

September mánuður  hefur verið svolítið blautur en hið besta veður inn á milli í gærmorgun var allt hímað eftir nóttina 6-7 gráðu frost í Bjarnarfirði um kl 7:00. Steinar sagði að það hefði verið kalt að fara í Hvannadalsleit en það var lagt af stað uppúr kl 6:00 það komu 39 kindur af fjalli. Í Odda var heyskapur Sölvi sló seinni slátt í fyrradag á Klúku, Hvammi og hluta af túninu á Svanshóli en Lói var einnig að slá á Svanshóli, Svansi sló túnið á Helli í fyrradag fyrir Sölva.
Sölvi, Ingi og Svansi byrjuðu svo að múa, rúlla og pakka inn, það komu 100 innpakkaðar rúllur í gær. Síðan er áframhaldandi heyskapur í dag. Við Bía enduðum daginn í matarveislu hjá Valla og Öllu.

Það var allt hrímað í morgunsárið.


Heyskapur.


Valli kokkur í eldhúsinu með lambalærið í ofninum, er í sveitinni að hlaða batteríin.

22.09.2012 19:37

Skarðsréttir 2012

Í dag voru Skarðsréttir í frábærri veðurblíðu, bæði var margt fé og fólk.


Almenningur nærri fullur.


Smalarnir


Þau mættu


Náði þessari.


Já við mættum


Erna markavörður ásamt aðstoðarfólki.

Fleiri myndir eru í myndaalbúmi Réttir 2012.

12.08.2012 13:58

Daginn

Já það hefur ringt í nótt og morgun. Vaknaði snemma til að horfa á maraþonhlaupið. Setti inn nokkrar myndir frá Verslunarmannahelgini en þá fórum við Bía með þeim Erlu og Tryggva vestur á Ísafjörð og þaðan í Bolungarvík og upp á Bolafjall en þar var þoka og einnig í Skálavík en þar var mikil umferð og heyannir á fullu. Einhver þreyta var í fólkinu er heim var komið.


Þarna er verið að spjalla saman í sólinni.


Tryggvi sá um drykkjarföng.


Og kom með humar og þetta græna.


Þær systur deildu sama steininum.


Nestisstopp á heimleiðinni þetta var 14 tíma ferðalag, þarna eru Erla og Tryggvi að mæla út hvað langt sé að fara fyrir Mjóafjörðin. Ágiskunin var 30 km.

16.06.2012 17:58

Fjallageitur

Daginn
Það verður einhver að gefa geitunum.






19.05.2012 21:07

Vorið komið

Já það er komið vor og sumarið á næstu grösum. Hlynur sló garðinn í dag og við gróðursettum ávaxtatréin 7 st. sem eru í tilraunaverkefninu en ég er með þau dálítið dreyfð um svæðið 16 á Hólmavík 2 í Ölver og 14 í Odda en þau er ég ekki búinn að gróðursetja en það verður gert á næstunni.
Það er búið að vera freka kalt það sem er af vorinu og frost á nóttinni og snjóaði fyrir nokkrum dögum. Í Odda er sauðburður á fullu og gengur vel hjá þeim. Hlynur og Sóley eru búin að vera síðan á miðvikudag með börnin og þau eru ánægð með dvölina fóru í sauðburðinn og sund. Hjólandi um allt hérna á Hólmavík og leika við Sigga og Sólveigu. Það var að koma skip í höfnina það er að koma með 600 tonn af rækju fyrir Hólmadrang. Skipið baðar sig í kvöldsólinni.

Hérna átti að koma mynd en gat ekki setta hana inn


Samkoma í Hátúninu.


Formaður Ávaxtaklúbbsins og starfsmaður á plani.


Bía og Siggi tertumeistarar.


Sóley og Hlynur að lokinni gróðursetningu.


Þetta skip kom með rækju.

17.02.2012 20:48

Bætt við myndum

Já var að bæta við myndum í skíðaalbúmið er langt komin með að skanna myndirnar inn, það væri gaman ef einhver þekkti fólkið á myndunum.



12.02.2012 22:02

Filmur

Var að skanna í gamlar filmur 6X9 sumar ekki í fókus. Það er stundum vandamál að sjá hvernig filman á að snúa hvort myndin sé spegluð þá er bara að skanna báðar hliðar og finna úr hvor er líklegri til að vera rétt.


Þarna er ég á milli Bobbu og Lóa



Þetta er Ingimundur og


Halldór Ólafsson með verðlaunahrútinn

05.02.2012 14:14

Pottormar

Í dag er bjart og gott veður hérna á Hólmavík. Setti inn nokkrar myndir. Skruppum í Borgarfjörðinn í gær. Bía fór í heitapottinn með barnabörnunum.

Fengum köku ársins með kaffinu ásamt öðrum veisluföngum.

18.11.2011 23:13

Forréttur dagsins

Daginn
Það er nú ekki hægt annað en vera ánægður með veðrið undanfarna daga og í tilefni þess var þessi flotti forréttur búinn til, sjá mynd.


Það er vortónn í þessu, smakkast vel.

Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 90
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 441189
Samtals gestir: 52543
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 07:35:50