07.09.2015 20:34
Ótitlað
Það var þokkalegt haustveður í dag við systkinin komum saman í myndatöku og það er sjáanlegt að við eldumst vel.

Talið frá vinstri, Jón, Erna, Jóhann Björn, Guðjón Hjörtur, Helga Lofvísa og Ingimundur.

Ég labbaði aðeins um skógræktina mína í Skarðshjöllum þetta er þokkalegur vöxtur.

Þetta grenitré var gróðursett fyrir 10 árum þá tveim metrum frá birkinu en það er nú vaxið yfir það.
Skrifað af JBA
20.08.2015 23:04
Mynd
Setti inn myndir í albúmin.

Nína og Sören kveðja Ísland eftir frí.
Skrifað af JBA
20.02.2015 16:35
Vindurinn stoppar ekki
Það er þetta með vindinn hann má bara ekki vera að því að stoppa og heldur áfram að taka snjóinn með sér, búið að vera leiðinda veður flesta daga sem komnir eru af árinu en samt nokkrir góðir ekki má gleyma þeim. Það er varla að maður hafi farið að heiman veðrið hefur ekki verið það gott.








Valli kemur stundum í heimsókn
Bananatréin eru einhvað að gefa sig vantar sennilega meiri sól og raka.
einn einn tveir dagurinn Valli að prenta rit.
Siggi og Andrea á einn einn tveir deginum
Það þurfti líka að mæla blóðsykur.
Það kom nýr sjúkrabíll í Búðardal, Skjöldur og Eyþór fengu mynd af sér við bílinn.
Skrifað af JBA
25.01.2015 16:35
Ýmislegt
Það var bilun í síðunnu sem nú er vonandi komin í lag. Þar er strekkingsvindur með rigningu núna.
Var að taka saman hvað við Bía fórum með í matvæli á árinu 2014
Keyptum nýmjólk fyrir 10.127 krónur sem lætur nærri að sé 80 lítrar eða tæpir 7 lítrar á mánuði.
en fórum með 44 lítra af léttmjólk eða tæpa 7 lítra á mánuði sem kostuð 6.729,- yfir árið.
124 lítrar af mjólk og 60 lítrar af súrmjólk fóru á heimilinu en við borðum í vinnunni á virkum dögum.
Þessi mynd er tekin 1998
Skrifað af JBA
21.01.2015 21:57
Mynd sem ég sá í dag
Var í Búðardal og sá þessa mynd þar spurði konuna sem var þar um myndina en hún vissi ekkert um tilurð hennar.
Skrifað af JBA
01.01.2015 16:05
Gleðilegt nýtt ár
Óska öllum farsældar á nýu ári og þökk fyrir árið sem er liðið.












Í byrjun desember vorum við Bía í sumarbústað í Kjarnaskógi það snjóaði helling.

Gísli Mar var með okkur við vorum þar í 5 daga það var ekki sofið frameftir á þessum bænum.


Þó það snjóaði nærri alla dagana þá var alltaf farið í pottinn það var hægt að nota lokið sem snjóhlíf.

Svo komu jólin Nína Matthildur kom frá Noregi, Guðbrandur Snær og Sigurður Kári eru líka hérna.

Og þarna eru nöfnurnar Sólveig María og Sólveig Hildur.

Valgeir Örn og Sigurður Kári að horfa á einhvað skemmtilegt í sjónvarpinu.

Ég fékk nú eina mynd af mér með þeim nöfnum þarna vorum við að horfa á Emil í Kattholti.

Jæja þá var það gamlárskvöld, það var nú heldur fátt hjá okkur Valli var eina barnið sem var hjá okkur á gamlárskvöld þannig að við vorum þrjú þetta kvöld í kvöldmat og það sem eftir lifði kvölds við höfum ekki verið það áður, en einhverntíman verður allt fyrst. Það var hamborgarahryggur og malt og appelsín með en við tókum okkur góðan tíma í borðhaldið.

Við fengum okkur Norskar pulsur og kex sem Hlynur og fj. gáfu okkur við nutum þessara kræsinga meðan við horfðum á skaupið sem var nú heldur innihaldslaust.

Þá kom árið 2015.
Ég skaut upp 5 rakettum og kveikti í 2 tertum það er það minnsta sem ég hef skotið upp síðustu ár, en þessi reykmerki komu frá Brennuhól en ég get nú ekki lesið í þau skilaboð.
Skrifað af JBA
24.12.2014 12:41
Gleðileg jól
Óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum liðin ár.
Bjössi og Bía

Skrifað af JBA
08.10.2014 12:51
Ótitlað
Daginn

Það er langt síðan ég hef skrifað en er að hugsa um að bæta úr því næstu daga. Sumarið er búið að vera gott og haustið líka. Í byrjum sumars fórum við Bía ásamt Gísla Mar til Spánar þann 26. júni og þangað komu frá Álaborg Halldór Páll, Linda Hrönn og Hera Sóley aðfaranótt 27. júni og síðan komu Nína Matthildur og Bylgja þann 28. júni við vorum í íbúð sem við legðum af spánarfrí.is en það voru heiðurshjón fyrir austan fjall sem áttu íbúðina þarna var gott að vera, við fórum svo heim á sitt hvoru tímanum Nína og Bylgja fóru þann 9. júli en Halldór og fjölskylda fóru aðfaranótt 12. júní en við Bía áttum flug um hádegið og flugum til Gatwick flugvallar í Englandi. Nánar um það síðar.

Þarna eru Gísli Mar og Hera Sóley mætt til að skoða sundlaugina þau náðu nú ekkert að sofa fyrstu nóttina en klukkan á myndinni er 2 tímum of sein er á íslenskum tíma.
Skrifað af JBA
06.03.2014 08:41
Mars byrjun
Já ég er marg búinn að lofa að skrifa einhvað hérna núna geri ég smá bragabót á því. Það hefur eiginlega verið norðan þræsingur síðan á áramótum með fáum sólardögum sennilega 6 en hitastigið hefur verið í kring um frostmark. En núna er vorið á leiðinni held ég Öskudagur var sólarlaus að mestu en hann á 18 bræður en það var skýað og hæglætis veður en hvít slæða yfir öllu.




Hef lítið farið í Bjarnarfjörð þó tvisvar sinnum frá áramótum en núna er fært yfir Háls og vonandi verður það meira og minna fært fram á vor.
Þann 1. mars var stúlka Sóleyjar og Hlyns skírð og fékk nafnið Lovísa Ósk og var hún skírð heima hjá foreldrum Sóleyar að viðstöddum nokkrum vottum að skírninni.


Sóley Ósk er hér að halda stutta ræðu.

Þetta var nú stutt ræða Hlynur Þór og óskírð stúlka bíða þolinmóð.

Þá er nú presturinn mættur
Núna verð ég að taka hlé á skrifunum og bæti við í kvöld eða á morgun myndum og texta.
Skrifað af JBA
31.12.2013 20:30
Við áramót
Núna eru við komin að áramótum eina ferðina enn árið hefur liðið alltof fljótt að mínu mati en sumir hafa beðið lengi eftir því að það megi sprengja flugelda. Það hefur ýmislegt gerst á þessu ári sem vert er að minnast á og gleðjast yfir nú síðast þegar Hlynur og Sóley eignuðust stúlku þann 28 desember og var hún 15 merkur og 52 sentimetrar á fæddist á sjúkrahúsinu á Akranesi. Nína kom heim um hátíðirnar og Gísli Mar kom um áramótin en Halldór, Linda og Hera Sóley voru heima hjá sér í Álaborg. Við krakkarnir fórum á brennu og sáum flugeldasýninguna hún var flott.
Við óskum ykkur farsældar á komandi ári með þökk fyrir stundirnar á árinu sem er að líða.



Við óskum ykkur farsældar á komandi ári með þökk fyrir stundirnar á árinu sem er að líða.



Skrifað af JBA
05.12.2013 17:44
Fyrsta vika desember
Það sem er komið af þessari viku hefur verið ágætt síðustu daga kalt frost farið í 12° á C en ef maður er í bol og síðum þá finnur maður ekki fyrir kuldanum nema Bíu var svoldið kalt heima en ég lækkaði á ofnunum því ég var svo mikið klæddur en hún er ekki eins heitfengin í dag og hún var á sínum yngri árum. 





Var að skanna nokkrar gamlar myndir inn sem tengdafaðir minn sálugi hafði tekið af börnunum og fl.

Þarna erum við Hlynur Þór að borða í eldhúsinu á Sogavegi sennilega verið upphafið að stækkun okkar Hlyns ég á þverveginn en Hlynur á hæðina.

Þarna er Bía við Hraunfossa

Þarna er hún í sumarbústaðnum ásamt Hildi Nönnu á þessum árum var blái liturinn alsráðandi enda tengdapabbi harður sjálfstæðismaður sem hefur smitast snemma í börnin.

Þarna eru ferðafélagarnir Guðmundur Haukur og Magna en við fórum ferð saman í Borgarfjörðinn í haust.

Þessir sáu um farastjórnina Guðjón Brjánsson og Snorri Jóhannesson sem sagði okkur frá lífinu í sveitinni.

Lói er búinn að smíða gluggana í Kaldrananeskirkju og glerja þá. Eftir að mála eina umferð þá eru þeir tilbúnir til ísetningar.
Þessi skrif verða að duga núna enda úr einu í annað en nokkrar nýjar myndir í myndaalbúmum.
Skrifað af JBA
25.11.2013 18:35
Nóvember
Nóvember er alveg að verða búinn og það sem helst bar við á síðustu dögum að ég hef farið til Reykjavíkur tvisvar í þessum mánuði. Fór 15. nóvember og horfði á fótboltaleik á Hótel Hilton en þar var leikurinn sýndur á þremur stórum skjám og fyrsti dagur jólabjórs sem mér var boðið upp á þar í hjólböruvís þurfti ekki að leggja krónu út og þakka það góða boð. Fór síðan 21. nóvember og erindið var að sækja börnin hans Valla en hann var á námskeiði á Ísafirði. Kom heim á föstudaginn en með smá viðkomu í Reykjanesbæ stoppaði þar ca 2 tíma verslaði í Bónus og fl. Fór á Reykhóla í dag það ringdi mikið á leiðinni og öll hálka farinn kom við í Barmahlíð og þar var veisla drakk kaffi þar með heimilisfólki og gestum. Veðrið hefur verið umheypingasamt í nóvember en núna er 9° hiti og allur snjór farinn.



Það hafa einhverjir verið að spyrja eftir mynd af bragganum sem var fyrir ofan sundlaugina set hérna mynd af honum sem ég tók 1972 en þá var eldur borin að honum og restin síðan grafin á staðnum enda var farin að stafa hætta af honum bæði fok og eins gólfið orðið fúið.

Bragginn.

Þarna eru þeir Sveinn og Ólafur búnir að kasta eldspítunni.

Þarna er Jón bróðir að slá og er nú ekki viss um það hver er að gá hvort grasið fari í vagninn.
Nokkrar myndir af Odda í síðasta albúmi.
Skrifað af JBA
26.10.2013 21:27
Þetta helst núna
Já ég viðurkenni að ég hef ekki staðið mig í að setja inn færslur hérna. Það er helst að frétta að það er alltaf mikið að gera í vinnunni og kannski minna gert heima en skildi. Í gær fór ég suður til Reykjavíkur og var við útför Ingimars Elíassonar fyrrverandi sveitunga og eina kennarans sem ég hafði í barnaskóla.
Í dag hef ég haldið mig innandyra náði í slæma kvef-pest með beinverkjum og viðeigandi líkamshita.
Í október byrjun fórum við Bía í Borgarfjörð með góðu fólki og gistum þar eina helgi. Komum við í Borgarnesi á heimleiðinni, fórum í afmælisveislu hjá Ísabellu Sigrúnu. Hef annars varla farið út fyrir vegamót í þessum mánuði nema tvisvar í Búðardal en bæti úr því og fer á Akranes á næsta miðvikudag og legg af stað að óbreyttu 6:30 til að vera kominn 9:00.
Veðrið var nú ekki eins vont og spáð var í þessum mánuði en það er komin snjór í fjöll og hálka á fjallvegi og stundum skafrenningi. Læt nokkrar myndir fylgja með.

Þarna eru þær Sólveig H. Halldórsdóttir og Dýrfinna Torfadóttir við Deildartunguhver

Það er alltaf gaman að keyra um hlaðið á Kleppjárnsreykjum en það var norskur maður sem settist þar að og hét að sögn Klepp Járn ( Hann hefur sennilega verið járnsmiður og klappað járn í smiðjunni )

Þar er oftast til jarðaber og kryddjurtir Bía splæsti í jarðaberjadós. Skemmtilegt hús.

Mynd úr Borgarnesi eftir þessum stíg gengum við Bía á Bjössaróló

Afmælistertan hjá Ísabellu Sigrúnu.
Í dag hef ég haldið mig innandyra náði í slæma kvef-pest með beinverkjum og viðeigandi líkamshita.
Í október byrjun fórum við Bía í Borgarfjörð með góðu fólki og gistum þar eina helgi. Komum við í Borgarnesi á heimleiðinni, fórum í afmælisveislu hjá Ísabellu Sigrúnu. Hef annars varla farið út fyrir vegamót í þessum mánuði nema tvisvar í Búðardal en bæti úr því og fer á Akranes á næsta miðvikudag og legg af stað að óbreyttu 6:30 til að vera kominn 9:00.
Veðrið var nú ekki eins vont og spáð var í þessum mánuði en það er komin snjór í fjöll og hálka á fjallvegi og stundum skafrenningi. Læt nokkrar myndir fylgja með.
Þarna eru þær Sólveig H. Halldórsdóttir og Dýrfinna Torfadóttir við Deildartunguhver

Það er alltaf gaman að keyra um hlaðið á Kleppjárnsreykjum en það var norskur maður sem settist þar að og hét að sögn Klepp Járn ( Hann hefur sennilega verið járnsmiður og klappað járn í smiðjunni )

Þar er oftast til jarðaber og kryddjurtir Bía splæsti í jarðaberjadós. Skemmtilegt hús.

Mynd úr Borgarnesi eftir þessum stíg gengum við Bía á Bjössaróló

Afmælistertan hjá Ísabellu Sigrúnu.
Skrifað af JBA
11.08.2013 19:38
Rólegt á makrílveiðum
Já það hefur verið rólegt á makrílveiðunum í dag sumir komu með 3 st en aðrir meira en um kl 17:00 var búið að landa á viktinni 15 tonnum sem er lítið.
Fór í sundlaugina um miðjan dag og hitti nokkra sjómenn í pottinum sem voru ánægðir með sundlaugina og pottinn en fannst skrítið að Hólmakaffi væri lokað í miðri sumarumferð. Ég benti þeim á Caffé Riis en þar höfðu þeir ekki sé þar sem leiðin frá höfninni lá eftir Skjaldbökuslóð og Hafnarbrautinni þeir ætluðu að skoða matseðilinn þar í kvöld.
Var að setja inn myndir sem ég tók í dagi í myndaalbúm.

Er það kappsigling í löndun ?
Fór í sundlaugina um miðjan dag og hitti nokkra sjómenn í pottinum sem voru ánægðir með sundlaugina og pottinn en fannst skrítið að Hólmakaffi væri lokað í miðri sumarumferð. Ég benti þeim á Caffé Riis en þar höfðu þeir ekki sé þar sem leiðin frá höfninni lá eftir Skjaldbökuslóð og Hafnarbrautinni þeir ætluðu að skoða matseðilinn þar í kvöld.
Var að setja inn myndir sem ég tók í dagi í myndaalbúm.

Er það kappsigling í löndun ?
Skrifað af JBA
09.08.2013 22:47
Hólmavíkurhöfn 9 ágúst
Jæja
Núna sé ég að ég hef ekki verið að standa mig í færslum á síðuna en smá viðleitni kemur núna. Það er allt gott að frétta af mínu fólki ekki veit ég annað. Á Hólmavík hefur verið mikið makrílævintýri síðustu daga og höfnin full af bátum.

Bátar að landa og koma inn til löndunar.

Löndunarbið en það eru fleiri myndir í albúmi.
Núna sé ég að ég hef ekki verið að standa mig í færslum á síðuna en smá viðleitni kemur núna. Það er allt gott að frétta af mínu fólki ekki veit ég annað. Á Hólmavík hefur verið mikið makrílævintýri síðustu daga og höfnin full af bátum.

Bátar að landa og koma inn til löndunar.

Löndunarbið en það eru fleiri myndir í albúmi.
Skrifað af JBA
Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 90
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 441189
Samtals gestir: 52543
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 07:35:50