22.10.2017 14:57

Tíminn

Tíminn er svolítið afstæður held alltaf að ég hafi meiri tíma til að gera hitt og þetta en dagurinn er bara búinn áður en maður veit af. Ég fór í Skarðsrétt og tók nokkrar myndir þær eru í myndaalbúmi réttir 2017

Þar var rauðklætt fólk Heiðrún og Ingólfur.

Einnig Haraldur Vignir og Ásdís
Þar var líka Jói og Oddný Lilja 


Þar voru líka gulu bræðurnir Óskar og Óli.


Gísli Mar stóð sig vel í að draga fé í Odda dilkinn 

Þarna eru Oddný Lilja og Kolla tengdadóttir ásamt öðrum réttargestum.


Við Bía og Valli skruppum til Noregs í eftir réttirnar í endaðan september að heimsækja Hlyn, Sóley, Ísabelli og Lovísu Ósk. Valli hélt upp á 40 ára afmælið þar. Þau komu frá Danmörku Nína og Sören með börnin þann 28/9 og fóru til baka 1/10 við Bía fórum þá líka til Danmerkur.
Það var margt á skoða í Árnesi hjá þeim Hlyn og Sóley en þau búa að vestanverður við ána Glommu það er 10 mínútna gangur í miðbæinn hjá þeim. Ég fór í sundlaugina þar en hún er nýbyggð og er vel hönnuð en engin heitur pottur en gott gufubað og stór nuddlaug. Við fórum á fótboltaleig þar sem Ísabella spilaði, skoðuðum hesthús í leiðinni. Fórum í Osló skoðuðum þar styttugarðin og götuna sem kennd er við Ólafíu en fundum ekki stittuna af henni svo við Bía verðum að fara þangað aftur.

 Þarna eru Sóley og Bía komar í hús klukkan er fimm, 


Ég skrapp aðeins í búðina en gangstéttin er ansi mjó.


Þarna á víst að koma hringtorg sennilega á næsta ári.



08.05.2017 16:42

8 maí

Já ég hef ekkert skrifað síðan í febrúar og núna komin maí það hefur margt gerst síðan til dæmis er búið að ferma tvö barnabörn af þeim 12 sem ég á og 13 væntanlegt í nóvember. Veðrið er búið að leika við okkur eins frést hefur glampandi sólskin síðustu daga með smá þoku inn á milli. Hvalirnir synda og blása hérna á Steingrímsfirðinum. Það eru nokkrar myndir í nýasta albúminu.




Arnar er komin með bílpróf


Sóley bauð okkur Bíu í sumarbústað sjá allt þetta grænmeti


En það var nú út í kjötsúpuna fyrir þau Arnar og Ísabellu


Lovísa hafði gaman af því að marka för í nýfallin snjóinn


Valli og Borgar eru búnir að byggja þetta fína hús 


4 mars var snjóföl á Hólmavík en logn á firðinum


Við minnsumst Unnars þann 17 mars


Hérna er mynd frá Halldóri þarna er Hera Sóley með handboltaliðinu sínu

27.02.2017 18:22

27 feb 2017

Jæja smá upplýsingar í dag hefur verið gott veður kom sól eftir hádegi og hitinn um 3 gráður sem er bara gott. Nú fer Meistaramánuði að ljúka og einhvað af mínum markmiðum náði ég þó ekki öllum því sem ég náði best var að sofa 8 tíma svona flestar nætur, lesa meira og tók 10 til 20 mínútur á dag í stigvélinni, léttist ekki en safnaði aðeins vöðvum.

Skírn 13. nóvember 2016 kl 9:22 að dönskum tíma.

Eftir skírnina fóru þau að gröf föðurömmu sinnar en hún dó 1985


Þessi terta var í skírnarveislunni þegar Aron Máni og Adda Björk voru skírð þann 13 nóvember


Mávastellið var tekið fram 


Þau tóku bara lúr á þetta Aron og Adda 


Hera Sóley, Aron Máni og Adda Björk




21.02.2017 17:35

21 feb 2017

Í dag hefur verið norð norð vestan átt og 2 gráðu frost frekar kalt miða við það sem maður hefur átt að venjast síðustu daga. Til gamans set ég nokkrar myndir hérna núna. frá nóvember 2016


Hera Sóley Halldórsdóttir að keppa í handbolta.


Hann Valli þessi loðni vill fylgjast með að Adda Björk fái nóg að drekka.


Það er nú meira hvað Aron Máni getur sofið gæti Adda Björk verið að hugsa.


Ég bara bíð eftir að þeir dönsku komi og moki gangstéttirnar þær eru alltaf mokaðar á Hólmavík.


Þegar búið er að flokka ruslið þá þarf að koma því í endurvinnslunina en þangað er 1 km það tók 50 mínútur ferðin með viðkomu í Maskínubúðinni.


Þarna er myndataka af flottum fyrirsætum. Adda gjóir nú augunum á ömmu sína sem er myndasmiðurinn að þessarri mynd.

Bless.


16.02.2017 21:09

Kemur að því

Það kemur nú að því að ég fari að setja myndir hérna inn og skrifa einhvað að viti 
set eina mynd 

Það er Billi og nýja dráttarvélin hann var að tala við veðurstofuna til að vita hvort það væri ekki snjókoma í kortunum.
kv jba

27.10.2016 21:23

Haust

Fyrst er það að segja að Nína Matthildur og Søren eignuðust tvíbura þann 6. október og hérna er mynd af þeim.





Nöfnin passa við myndina.


Jæja en þá er best að handa áfram með sumarið en það var ýmislegt sem gerðist meira en það sem ég skrifaði síðast um.


Halldór Páll útskrifaðist sem verkfræðingur frá þessum skóla 


Þarna eru við mætt í salinn Linda, Halldór og Bía


Eftir danskan sögn og nokkrar danskar ræður þá fékk hann umslagið með staðfestingu á að hann væri orðin verkfræðingur með sérgrein í burðarþoli.


Í því tilefni var slegið upp veislu sem Nína og Hlynur sáu um.



Að sinni alkunnu snild sjáið Hlyn með sleifina.


Þarna eru hjónin spariklædd.


Við holusteiktum kjöt 


Það kom Dönum á óvart að við værum enn þá að steikja að fornum sið á langeldi sem við svo huldum til að hitinn héldist í holunni.


El kjötið smakkaðist vel 


Daginn eftir voru tertur að hætti Halldórs og Lindu


Grillaðir sykurpúðar yfir eldi.


En einhvað fannst Gísla það ganga hægt svo hann gasaði bara sykurpúðann.


Svo var keppni í teyjubyssusmíði.

Það eru fleyri myndir í myndaalbúminu.

25.08.2016 17:37

Júní - júlí 2016

Daginn
Það var haft samband við mig og ég minntur á að það væri orðið langt síðan ég hefði ritað einhvað á síðuna, en bæti aðeins úr því núna. Fyrst er það sjónin Haraldur auglæknir er búinn að útskrifa mig aðgerðin tókst vel og nú er ég fjarsýnn á hægra auganu og nærsýnn á því vinstra en það var augað sem sjónhimnurofið varð á, ég loka bara augunum á víxl eftir því hvað ég er að gera.
Við Bía fórum til Danmerkur 25. júní að heimsækja börnin sem þar búa og Gísli Mar fór með okkur út. Halldór og Nína sóttur okkur til Billund en þaðan eru tæpir tveir tímar í akstri til Álaborgar. Við Bía héldum til hjá Nínu Matthildi og Søren en þau eru í stóru húsi og lóðin er einn og hálfur hektari.
Set inn nokkrar myndir og skrifa síðan einhverjar skýringar við þær síðar.


Søren var búinn að flagga íslenska fánanum þegar við komum.


Þarna vorum við öll saman komin í síðdegiskaffi og það voru brauðbollur sem Søren bakaði og rabbabarasulta sem Nína gerði úr rabbabaranum sem er í garðinum, þessi mynd er tekin 25/6 kl 18:43


Pabbi Sørens sér um að slá garðinn og mætti á mánudagsmorni kl 7 að slá garðinn.


Það var hellirigning og þá var bara tekinn einn hringur í Olsen.


Sniglarnir hengju á rabbabaranum.


Nína Matthildur og Søren að vökva í gróðurhúsinu þarna er klukkan orðin hálf níu að kveldi 27/6.


Sniglarnir hanga á hindiberjaplöntunni.

20.05.2016 16:34

Ýmislegt í byrjun maí

Ég fór í augnaðgerð þann 17 maí.

og á bara að hvílast næstu daga.




08.05.2016 15:41

Ótitlað

Þá er kominn 8 maí og ekki hef ég staðið mig í því að koma með einhvað á síðuna mína en bæti aðeins úr því núna. Veðrið hefur verið hendur leiðinlegt kalt og snjókoma af og til en það horfir nú til batnaðar. 


Nína Matthildur á von á tvíburum í október.


Fórum í fermingarveislu hjá Ævari Helga


Arngrímur, Arnór, Ævar Helgi, Mundi og Þorbjörg 



Ég fékk blæðingu inn á vinstri augnbotn og í framhaldinu sjónhimmnulos sem ég fer í aðgerð út af 9 maí sé nú ekki mikið með auganu en það lagast vonandi eftir aðgerðina.



Gísli kom til okkar síðast vetrardag en þá vorum við á leið til Reykjavíkur og tókum hann í Staðarskála en þessi mynd er tekinn í Humarhúsinu á Stokkseyri á sumardaginn fyrsta.


Við komum líka við í Hveragerði 


Þar vaxa bananar og apinn passar upp á þá 


Steini tók á móti nýjum bíl þann 22 apríl er við vorum að fara á Lionsþingið í Mosfellsbæ.


Hólmavík á björtum degi

06.02.2016 17:59

Ótitlað

Daginn

Í dag þegar þetta er skrifað þá hefur verið tíðindalaust nema það var bylur í gærmongun og fyrradag og sett niður mikinn snjó í plássið á Hólmavík. Ég hef lítið verið á faraldafæti en skrapp þó til Ísafjarðar í janúar og fer kannski til Reykjavíkur í núna í febrúar.
 

Það var smá snjór hjá þeim Unnari og Eiríki.


Sólarupprisan er oft mjög falleg.


Tók þessa mynd fyrir hádegi 5 feb.


Fljótlega eftir hádegi stytti snögglega upp þá fór Sigga að leita að bílnum sínum.


Sverrir kom svo og hjálpaði henni að ná bílnum úr skaflinum.


Það gekk vel að draga bílinn úr skaflinum.


En það mátti lesa númer og tegun í snjónum.


Vilhjálmur Ari lagði í það að moka báða bílana upp.


Svona leit minn bíll út þegar ég kom heim úr vinnunni


Bía kom heim og mokaði bílinn upp með aðstoð frá mér og Arnari.


01.01.2016 14:23

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Áramótin voru hefðbundin á mínu heimili unga fólkið fór á brennu og það gamla var heima að hugsa um matinn, þó svo að það hefi verið gert allan daginn, smurðar snittur steiktur kjúklingur og hamborgarahryggur það voru 12 í kvöldmat og allir ánægðir með matinn. Síðan var flugeldunum skipt á milli barna og fullorna, horft á skaupið síðan skotið upp flugeldum. Það tók smá tíma enda þurfti að horfa á hvern og einn flugeld. Það reyndi mest á Hlyn og Bíu á þeim vettvangi.


Morgunroðinn er oft fallegur hérna á Hólmavík



Það slær bleikum blæ á snjóinn



Gísli Mar að ferðbúast heim eftir jólin fékk bakpoka
sem við fundum niðri í kjallara til að hafa jólagjafirnar í.


Þarna eru vinkonurnar mættar Ísabella, Sunna og Brynhildur


Lovísa Ósk var hrifin af húsinu sem ég smíðaði


Sunna hélt smá afmælispartý.


Ég prufaði nálastungu á árinu í fyrsta sinn.


Lofvísa var að skoða youtube 


Þá var það áramóta kvöldverðurinn.


Og síðan kvöddum við árið 2015. Guðbrandur Snær 
stóð sig vel í handblysunum.


24.12.2015 10:35

Gleðileg jól

Óska ykkur gleðilegra jóla. 

Héðan er allt gott að frétta og af mínu fólki er það líka ekki veit ég annað Gísli verður hjá okkur um jólin og í gærkveldi var hann orðin smá spenntur fyrir deginum í dag og bað um að vera vakinn kl 7 þegar ég vakti hann í morgun og spurði hvort hann ætlaði á fætur var svarið nei ætlaði að sofa aðeins lengur til að geta vakað frameftir í kvöld. Við ætlum bara að hafa það kósý í kvöld við verðum 4 saman Gísli, Valli og við gömlu hjónin ( Bía er ekki komin í félag eldri borgara enda nokkur ár í að hún komist inn í þann félagsskap ) Það verður purusteik í kvöldmat ásamt hefðbundnu meðlæti og hátíðarís á eftir.


Jólatré í stofu stendur, skreytt af Gísla Mar.

27.11.2015 09:06

Snjórinn kominn

Jæja þá er snjórinn komin hérna á Hólmavík og víðar á landinu. Veit ekki annað en héðan sé allt gott að frétta en set 2 myndir sem ég tók í gærkveldi.


Það er ca 20 sm jafnfallinn snjór.


Það var alveg um frostmark kl 22 

18.10.2015 16:45

Til hamingju Nína og Søren

Daginn 


Nína og Søren eru að kaupa þetta hús í Hillerup þau ætla að flytja í byrjun desember í það.



Ég er að spá í að gerast garðyrkjumaður hjá þeim í ellinni ég held að það sé dagsvinna að slá lóðina. Það eru fleyri myndir í myndaalbúmi.


Svo er þessi flotti bílskúr hjá þeim


15.10.2015 20:49

Fórum til Vestmannaeyja

Jæja smá skrif hérna núna um daginn fórum við Bía ásamt mömmu hennar og Lofti til Vestmannaeyja að heimsækja Erlu en Tryggvi var á sjó. Þetta var skemmtileg ferð en var bara helgin. Loftur var að halda upp á afmælið sitt. 

Bía var nú ekki sjóveik í þessu ferðalagi.


Vestmannaeyjar tóku vel á móti okkur í rokkrinu.


Erla flutti móttökuræðu í tilefni komu okkar, þar sem hún lýsti ánæju sinni með komu okkar til Eyja og vænti þess að dvölin yrði ánnæjuleg þó að veðurspáin væri ekki góð rok og rigning.


Á laugardaginn fórum við í bíltúr um eyjuna skoðuðum hjólasafnið hjá Tryggva,




Fórum á kaffihúsið hjá Erlu fengum hinar bestu veitingar.


Skoðuðum þjóðveldisbæinn og fl.


Nína og Loftur


En dagurinn fór að mestu í prjónaskap hjá systrunum og sjónvarpsáhorf.


Um kvöldið borðuðum við á Einsa kalda þetta er forrétturinn Risahörpuskel, humar, ostarísottó en það var smá aska á diskinum sennilega síðan úr gosinu.

Í aðalrétt Lambahryggvöðvi og nautakinn ásamt steinseljurót, rósakáli, blóðbergsósu það smakkaðist vel sagt vera 200 gr kjöt.


Í eftirrétt réttur sem heitir Eldfjall sem var heit súkkulaðikaka, karamella, hafrakurl, vanilluís  þetta sprakk í munni og var gott með kaffinu.


Á sunnudaginn tókum við Bía okkur gönguferð um Eyjar og þarna eru skemmtilegar hraunmyndir.

Var nú hugsað til Sörens tendgarsonar þegar ég tók þessa mynd þarna gæti hann sprangað

það er ekki að sjá að Bíu kvíði heimferðinni með reyndan skipstjóra sér við hlið.

Um ferðina gefur Bía nánari upplýsingar en hún var góð og skemmtileg þessi ferð þó tvísýnt væri að við kæmustum heim á sunnudeginum.



Flettingar í dag: 222
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 548
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 443964
Samtals gestir: 52768
Tölur uppfærðar: 8.4.2025 05:04:13