23.03.2020 21:45
Vorið kemur bráðum
Ég er nokkuð viss um að vorið fari að koma og ég geti hætt að ganga í stígvélum með mannbrodda dags daglega. Það er allt hið besta að frétta af mínu fólki bæði afkomendum og systkinum. Það taka flestir því rólega í veirufaraldrinum. Ég setti nokkrar myndir í myndaalbúmið frá Ernu á eftir að setja nöfn við þær sem ég veit um nöfn á. 



Þetta er Ólöf Ingimundardóttir amma mín.

Hér er mynd af pabba og Laufeyju Einarsdóttur sennilega jólaboð því það eru Lindu konfektkassar á borðinu. Þau dvelja nú í sumarlandinu.

Hér kemur mynd sem ég held að sé tekin í heyskap í Goðdal sennilega 1949. Ég þekki Einar, Munda og Ingu, Kristjönu og Halla hverjir skyldu hinir vera gaman væri að vita það.
Skrifað af JBA
Flettingar í dag: 118
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 90
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 441258
Samtals gestir: 52547
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 07:57:04