24.12.2015 10:35
Gleðileg jól
Óska ykkur gleðilegra jóla.

Héðan er allt gott að frétta og af mínu fólki er það líka ekki veit ég annað Gísli verður hjá okkur um jólin og í gærkveldi var hann orðin smá spenntur fyrir deginum í dag og bað um að vera vakinn kl 7 þegar ég vakti hann í morgun og spurði hvort hann ætlaði á fætur var svarið nei ætlaði að sofa aðeins lengur til að geta vakað frameftir í kvöld. Við ætlum bara að hafa það kósý í kvöld við verðum 4 saman Gísli, Valli og við gömlu hjónin ( Bía er ekki komin í félag eldri borgara enda nokkur ár í að hún komist inn í þann félagsskap ) Það verður purusteik í kvöldmat ásamt hefðbundnu meðlæti og hátíðarís á eftir.

Jólatré í stofu stendur, skreytt af Gísla Mar.
Skrifað af JBA
Flettingar í dag: 2
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 361
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 441503
Samtals gestir: 52573
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 00:46:05