05.12.2013 17:44
Fyrsta vika desember
Það sem er komið af þessari viku hefur verið ágætt síðustu daga kalt frost farið í 12° á C en ef maður er í bol og síðum þá finnur maður ekki fyrir kuldanum nema Bíu var svoldið kalt heima en ég lækkaði á ofnunum því ég var svo mikið klæddur en hún er ekki eins heitfengin í dag og hún var á sínum yngri árum. 





Var að skanna nokkrar gamlar myndir inn sem tengdafaðir minn sálugi hafði tekið af börnunum og fl.

Þarna erum við Hlynur Þór að borða í eldhúsinu á Sogavegi sennilega verið upphafið að stækkun okkar Hlyns ég á þverveginn en Hlynur á hæðina.

Þarna er Bía við Hraunfossa

Þarna er hún í sumarbústaðnum ásamt Hildi Nönnu á þessum árum var blái liturinn alsráðandi enda tengdapabbi harður sjálfstæðismaður sem hefur smitast snemma í börnin.

Þarna eru ferðafélagarnir Guðmundur Haukur og Magna en við fórum ferð saman í Borgarfjörðinn í haust.

Þessir sáu um farastjórnina Guðjón Brjánsson og Snorri Jóhannesson sem sagði okkur frá lífinu í sveitinni.

Lói er búinn að smíða gluggana í Kaldrananeskirkju og glerja þá. Eftir að mála eina umferð þá eru þeir tilbúnir til ísetningar.
Þessi skrif verða að duga núna enda úr einu í annað en nokkrar nýjar myndir í myndaalbúmum.
Skrifað af JBA
Flettingar í dag: 107
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 416
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 443301
Samtals gestir: 52726
Tölur uppfærðar: 7.4.2025 04:43:37