19.05.2012 21:07

Vorið komið

Já það er komið vor og sumarið á næstu grösum. Hlynur sló garðinn í dag og við gróðursettum ávaxtatréin 7 st. sem eru í tilraunaverkefninu en ég er með þau dálítið dreyfð um svæðið 16 á Hólmavík 2 í Ölver og 14 í Odda en þau er ég ekki búinn að gróðursetja en það verður gert á næstunni.
Það er búið að vera freka kalt það sem er af vorinu og frost á nóttinni og snjóaði fyrir nokkrum dögum. Í Odda er sauðburður á fullu og gengur vel hjá þeim. Hlynur og Sóley eru búin að vera síðan á miðvikudag með börnin og þau eru ánægð með dvölina fóru í sauðburðinn og sund. Hjólandi um allt hérna á Hólmavík og leika við Sigga og Sólveigu. Það var að koma skip í höfnina það er að koma með 600 tonn af rækju fyrir Hólmadrang. Skipið baðar sig í kvöldsólinni.

Hérna átti að koma mynd en gat ekki setta hana inn


Samkoma í Hátúninu.


Formaður Ávaxtaklúbbsins og starfsmaður á plani.


Bía og Siggi tertumeistarar.


Sóley og Hlynur að lokinni gróðursetningu.


Þetta skip kom með rækju.

Flettingar í dag: 75
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 361
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 441576
Samtals gestir: 52581
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 01:07:09