25.04.2011 17:37

Gleðilegt sumar

Það hefur verið vorveður hérna á Hólmavík í dag, svolítið napurt en sólin yljar.
Núna er ég með 3 myndir sem ég veit ekki alveg af hverjum eru.

Þarna eru Þórunn, Þorbjörg og Ólöf amma en hinar þekki ég ekki. En Bjarni El. kannast við þær sú hægra meginn er Laufey dóttir Jóns Péturs, en sú til vinstri er sennilega kona Matthísar sem var að mála barnaskólann á Drangsnesi. Bjarni fór með þær á hestum frá Drangsnesi norður að Svanshóli "46 "47 eða "48 þær voru á leið norður í Djúpuvík, en Bjarni fór með hestana aftur yfir á Drangsnes Jón Pétur átti þá.


Þarna er greinilega húskveðja. Þekkir einhver fólkið á þessari mynd og hvern/hverja er verið að kveðja og hvar ?


Hvaða fólk er þetta og hvar er myndin tekin ? Þetta mun vera Ragna Guðmundsdóttir og Bjarni Þorbergur Jónsson. Húsið er Meyjarskemman á Drangsnesi. Torfhúsin eru fjós.


Flettingar í dag: 1394
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 1178
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 639998
Samtals gestir: 59657
Tölur uppfærðar: 17.9.2025 22:49:47