27.09.2010 21:52

En sumar eða gott haust

Jæja nú er komið að smá skrifum. Var að setja inn myndir og myndbönd en sum myndböndin voru það mörg MB að ég kom þeim ekki á netið það býður bara betri tíma enda þarf að klippa þau til sum hver. Það er búið að vera frábært veður núna síðsumars og í haust, og það sem meira er að það er en þá hiti á nóttinni hefur ekki farið niður fyrir 2,5°á C sem hlýtur að vera met á þessum árstíma. Það er alltaf smá ferðalög á mér í viku hverri, og alltaf að kynnast einhverju nýju. Þetta er fyrsta árið sem ég fer ekki norður í Bjarnarfjörð um réttir en það skaðaði engan.


Svona var þetta helgina sem Linda og Hera Sóley komu, glampandi sól og 15 gráðu hiti og borðað úti í hádeginu


Þarna voru listamenn á ferð og gáfu mér málverk.

Aðrir fengu klaka að gjöf frá mér og létu sér vel líka.

Þetta eru papriku og tómataplöntur ásamt eplatrjánum okkar Gísla

Valli valdi kaldasta daginn í haust til að bjóða í krækling, en samt var það heitt hjá honum að ég fór heim brendur á fingrunum.

Ég ætla að láta það duga núna að hafa náð þessari mynd um réttirnar, þekki ekki markið en  svipurinn er skýr.

Flettingar í dag: 1415
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 1178
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 640020
Samtals gestir: 59658
Tölur uppfærðar: 17.9.2025 23:41:25