28.06.2010 18:02

Útilegan

Fór í smá ferðalag 16 til 20. júní. Ókum að heiman austur á Siglufjörð gistum þar eina nótt á farfuglaheimilinu, fórum eftir hádegi um Lágheiði í Ólafsfjörð stoppuðum þar góða stund, keyrðum síðan á Dalvík skoðuðum bæinn. Þaðan fórum við til Akureyrar og drukkum kaffi hjá Munda og Tobbu en þau voru á tjaldstæðinu. Um kvöldmatarleytið fundum við okkur tjaldstæði í Vaglaskógi ágætis veður þar en hitastigið fór niður í frostmark um þrjúleytið um nóttina. Ef myndirnar eru skoðaðar þá sést að Bía er á bolnum en aðrir í lopapeysum og með húfur, þegar við fórum þaðan um ellefu þann 18 þá var hitinn komin í 18° á C. Við keyrðum að Mývatni og stoppuðum í Höfða eins og sést á nokkrum myndum í 20° hita. Stoppuðum næst á Egilstöðum þá sást varla í gegnum framrúðuna fyrir flugum þvoði þær af og heldum síðan á Reyðarfjörð og þaðan firðina til Breiðdalsvíkur þar sem við gistum á Hótel Bláfelli.


Þarna erum við að elda kvöldmatinn á Gistihúsinu Hvanneyri Siglufirði



Bía tjaldaði meðan ég fór og greiddi fyrir tjaldstæðið.



Ég er sennilega aðeins of stór í þessa skyrtu ?


Flettingar í dag: 75
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 361
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 441576
Samtals gestir: 52581
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 01:07:09