11.06.2010 22:01
Gísli Mar lærði að hjóla
Gísli Mar tók sig til og lærði alveg að hjóla í dag, þá byrjaði nú ballið, "ekki hjóla á götunni", "ekki hjóla niður á bryggju", "passaðu þig á bílunum", alltaf sagði Gísli "já ég passa mig" síðan náði ég mynd af honum hjóla niður á trébryggju, við gerðum samning að hann mætti hjóla að tankinum. Ég fór upp á sjúkrahús þá greip hann tækifærið og sagði ömmu sinni að hann ætlaði að hjóla til Sigga og sýna honum að hann væri búinn að taka hjálpardekkin af, hann tók smá hring í leiðinni upp Bröttubrekku og niður leikskólabrekkuna. Síðan er Gísli búinn að vera að skjótast út í kvöld að hjóla, en orðin svo þreyttur núna að hann og amman eru sofnuð. Setti inn 3 myndbönd.

Þarna voru mörkin við tankinn

Þetta var síðasta ferðin með hjálpardekk

Þarna er verið að leggja í hann hjálpadekkjalaus.

Þarna voru mörkin við tankinn

Þetta var síðasta ferðin með hjálpardekk

Þarna er verið að leggja í hann hjálpadekkjalaus.
Skrifað af JBA
Flettingar í dag: 75
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 361
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 441576
Samtals gestir: 52581
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 01:07:09