26.12.2009 15:13
Jólin 2009
Óska ykkur gleðilegra jóla lesendur góðir nær og fjær. Setti inn nokkrar myndir frá aðfangadagskveldi síðan var ég að setja inn myndir frá því að við Bía fórum til Alaska í september 2001. Herna er allt gott að frétta, fékk einhverja pest á Þorláksmessu og meiripartur af íbúunum líka Bía og Nína hósta hver í kapp við aðra, en það venst, ég er nú að fá matarlistina aftur og er það til mikilla bóta. Það er éljagangur, en ég hef varla farið út fyrir húsinns dyr síðan ég kom heim úr vinnu á aðfangadag. Bestu kveðjur til ykkar.


Flettingar í dag: 75
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 361
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 441576
Samtals gestir: 52581
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 01:07:09