27.09.2009 22:06
Kvikmyndataka
Daginn
Í dag komu hérna nokkrir úr kvikmyndageiranum, það var Sigurður Freyr sem sá um stað og stund, en Dagur Kári sá um að stýra leikurunum, sem í þessu til felli voru Gunnar, Jói, ég og einn danskur en hann lá á bryggjunni er ég kom að hristi hann og hringdi síðan á sjúkrabíl enda virtist hann ekki með lífsmarki, það voru danskir handritshöfundar og þeir tóku einnig myndina, þetta voru nokkrar tökur en danski leikarinn var orðin hálf kaldur á því að liggja á bryggjunni og ekki bætti grjótið á bryggjunni um að liggja á því, allavega hruflaðist ég á hnjánum við að krjúpa of og mörgum sinnum niður að manninum og í eitt skiptið sem ég hringdi á sjúkrabílinn en hann beið upp við vélsmiðju og ég átti að hringja í Gunna Jóns, þá varð mér það á að hryngja í Gunna Gunn en hann er næstur í minninu hjá mér og hann skildi ekki neitt þegar ég sagði honum að leggja af stað, áttaði mig á þessu og sagði "wrong number" þá hlóu danirnir því ég varð að setja upp gleraugun til að finna númerið hjá Gunna Jóns þetta kostaði auka skot, en gaman að taka þátt og rifja upp gamla leikaratakta síðan ég lék í Útlaganum.
Læt hérna fylgja mynd það er danski leikarinn sem heldur á tökuvélinni.
Myndin af snjónum er síðan ég fór yfir Arnkötludal um tíu leytið á föstudaginn.


Í dag komu hérna nokkrir úr kvikmyndageiranum, það var Sigurður Freyr sem sá um stað og stund, en Dagur Kári sá um að stýra leikurunum, sem í þessu til felli voru Gunnar, Jói, ég og einn danskur en hann lá á bryggjunni er ég kom að hristi hann og hringdi síðan á sjúkrabíl enda virtist hann ekki með lífsmarki, það voru danskir handritshöfundar og þeir tóku einnig myndina, þetta voru nokkrar tökur en danski leikarinn var orðin hálf kaldur á því að liggja á bryggjunni og ekki bætti grjótið á bryggjunni um að liggja á því, allavega hruflaðist ég á hnjánum við að krjúpa of og mörgum sinnum niður að manninum og í eitt skiptið sem ég hringdi á sjúkrabílinn en hann beið upp við vélsmiðju og ég átti að hringja í Gunna Jóns, þá varð mér það á að hryngja í Gunna Gunn en hann er næstur í minninu hjá mér og hann skildi ekki neitt þegar ég sagði honum að leggja af stað, áttaði mig á þessu og sagði "wrong number" þá hlóu danirnir því ég varð að setja upp gleraugun til að finna númerið hjá Gunna Jóns þetta kostaði auka skot, en gaman að taka þátt og rifja upp gamla leikaratakta síðan ég lék í Útlaganum.
Læt hérna fylgja mynd það er danski leikarinn sem heldur á tökuvélinni.
Myndin af snjónum er síðan ég fór yfir Arnkötludal um tíu leytið á föstudaginn.


Skrifað af JBA
Flettingar í dag: 75
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 361
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 441576
Samtals gestir: 52581
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 01:07:09