19.09.2009 15:49
Helgin 11 til 13 sept
Daginn
Fór í smá ferðalag með nokkrum félögum um þessa helgi, fór á föstudegi frá Hólmavík yfir Þorskafjarðarheiði og vestur Barðaströnd vegurinn var heldur leiðinlegur á leiðinni í Flókalund og þar var gist 2 nætur. Á laugardagsmorgun fórum við á Látrabjarg en það eru 15 á síðan ég kom á Látrabjarg síðast, stoppað var þar dágóða stund, síðan var haldið í Keflavík þar var ég að koma í fyrsta sinn, en þar er stórbrotin náttúra og saga staðarins margbrotin. Þarna var nestið tekið upp og leiðsögumaðurinn sagði okkur allt um þennan stað, í bakaleiðinni komum við í Minjasafninu á Hnjóti, það þarf alveg tvo tíma til að skoða það, þaðan fórum við í Sauðlauksdal en það var rigningarskúr og við stoppuðum stutt þar. Þá var farið á Rauðasand en þánga hef ég ekki komið í 30 ár, vegurinn miklu betri, en þá var ég bílstjóri á rútu með Alþýðubandalag Vestfjarðar í ferðalagi. Þarna stoppuðum við við kirkjuna sem kom frá Reykhólum eftir að sú gamla fauk. Þá var farið til baka í Flókalund þar fórum við í sund áður en sest var að þriggja rétta kvöldmáltíð, kvöldið leið hratt í spjalli og gamanmálum, ekki var farið í pottinn þetta kvöld, en kvöldið áður skelltu nokkrir gestana sér í hann eftir göngu inn að vatni. Við Bía fórum síðan á sunnudagsmorgun heim lengri leiðina og komum við á Þingeyri, Flareyri, Suðureyri og fórum í Staðardal, ætluðum að borða á Ísafirði en þar var heldur fátæklegt um mat um þrjúleitið, annað hvort rétt búið að loka fyrir matsölu eða rétt óopnað, svo endirinn var að við fórum í bakaríið fengum kaffi og vínarbrauð. Fór svo í fyrsta skipti nýju brúna yfir Mjóafjörð, vorum komin heim hálf sjö um kvöldið. Vestfjarðarhringurinn búinn þetta árið