13.03.2008 23:57
Í norðurátt
Var vestur á Ísafirði fór á þriðjudag og kom
heim í kvöld, þar var milt veður með smá snjókomu og lágarenningi, fór í
kirkjugarðinn á miðvikudagsmorgun og það var búið að riðja gangstíginn þar sem
gröfin hans Unnars er, stoppaði við leiðið hans og Eiríks og dvaldi þar smá
stund. Kom síðan aftur að leiðinu þeirra í morgun og þá var búið að moka
snjóinn ofan af þeim en það var um hálfur metri að þykkt, þar dvaldi ég smá
stund og fór síðan í Friðarsetrið að Holti komin þangað fyrir 10 var það á
fundi til 12 þaðan fór ég til Ísafjarðar og gekk frá skjölum varðandi
dánarbúið. Kom síðan við í kirkjugarðinum og setti eina rauða rós á leiðið hans
Unnars og kerti, það var búið að setja rauðar rósir og kerti á leiði þeirra
félaga. En núna er ár síðan þeir félagar þurftu að láta í lægra haldi fyrir æðri
máttarvöldum, blessuð sé minning þeirra og er þeirra sárt saknað. Engin dauði án lífs og ekkert líf án dauða. Það
verðum við að sætta okkur við sem eftir lifum.
Flettingar í dag: 75
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 361
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 441576
Samtals gestir: 52581
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 01:07:09